Tryggðin við Ísrael - verða breytingar í janúar?

TrioNú þegar hálft ár er eftir af forsetaferli George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, tjáir hann afgerandi tryggð við Ísrael. Í því felast engin ný og stór tíðindi í utanríkismálapólitík Bandaríkjanna. Ég efast reyndar um að það breytist mikið sama hver verður kjörinn eftirmaður hans í Hvíta húsinu eftir tæpa fjóra mánuði. Báðir hafa þeir John McCain og Barack Obama tjáð sömu tryggð við Ísrael og Bush forseti og Clinton-hjónin gerðu alla tíð, svo varla verður mikil breyting í þeim efnum.

Greinilegt er eftir ræðu Barack Obama, forsetaframbjóðanda demókrata, hjá AIPAC í júníbyrjun að hann verður ötull málsvari Ísraels ef hann nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna og mun vinna af krafti gegn Íran, ekkert síður en bæði John McCain og Hillary Rodham Clinton höfðu talað um í forsetabaráttu sinni á síðustu mánuðum. Ræða Obama voru tíðindi í augum einhverra, sennilega þeirra sem trúðu tali hans um miklar breytingar í forkosningunum.

Varla þurfti AIPAC-ræða Obama að koma að óvörum, í sannleika sagt, enda mun Obama þurfa á öllu sínu til að ná kjöri í kosningunum í nóvember. Fyrir nokkru varð vart við þann misskilning hjá íslenskum vinstrimönnum og svosem fleiri slíkum um víða veröld að Obama myndi ekki taka upp sömu stefnu og Bush forseti í málefnum Írans og Ísraels. Það reynist markleysa.

Bæði þarf hann að tala eins og Bush forseti í þessum þýðingarmiklu málum til að ná til lykilhópa í kosningabaráttunni og auk þess vill hann ekki marka sig sem mann sem veitir afslátt í varnarmálum nái hann kjöri sem forseti. Með þessu er Obama að sýna vel að hann hefur í raun sömu stefnu í málefnum Ísraels og báðir keppinautar hans um forsetaembættið og fráfarandi forseti.

Mikið verður hamrað eflaust á næstunni með það að Obama sé reynslulaus og veiti afslátt í mikilvægum málefnum. Þessi ræða skýrði línur og eftir hana vitum við betur hvernig forseti Barack Obama myndi verða í lykilmálefnum. Tryggð hans við Ísrael og andstaða við kjarnorkuuppbyggingu í Íran verður varla dregin í efa af vinstrimönnum um víða veröld eftir þetta.

Bush er búinn að vera pólitískt, situr sína síðustu mánuði á valdastóli. Mun meira máli skiptir hvað mögulegir eftirmenn hans gera. Báðir virðast þeir í grunninn hafa sömu stefnu sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir einhverja.

mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísraelsmenn hafa þurft að sitja undir stöðugum hótunum Írana um gereyðingu  í mörg ár.  Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir því sama og eru kallaðir af Mamoud Ahmadi-Nejad, hinn mikli Satan. 

Þarf að bíða eftir því að þessi brjálæðingur komist yfir kjarnavopn og haldi heiminum í heljargreipum og komist yfir allar olíulindir við Persafóann.?

Hér er hin pólitíska tilskipun Íslams um heimsyfirráð:

Heimsyfirráð, imperialism.

Berjist þangað til allir dýrka Allah.

Kóran. Kaflinn um þýfið. 008:039. Og berjist (qaatiloohum) við þá þangað til að engin ringulreið, óregla  eða nauðung (skurðagoðadýrkun eða vantrú á Allah) ríkir lengur, og það ríkir réttlæti(Íslam og Sharía lög) og trú eingöngu  og allsstaðar á Allah;

Kóran 002:193 boðar það sama.

Því miður þá boðar Kóraninum að Múslímar  séu allra þjóða bestir og því ýtir hið pólitíska Íslam undir mikilmennskubrjálæði hjá Múslímum. Það er því erfitt að koma vitinu fyrir slíkt fólk með samningum.

Svo hvað er til ráða. Kann einhver góð ráð til að tjónka við Múslíma?

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband