Sætur sigur fyrir Fylki

Ég átti von á að FH myndi eiga auðvelt með að taka Fylki í kvöld. Varð ekki sannspár þar. Fyrir Fylki og þjálfarann var mikilvægt að snúa vörn í sókn og ná sigri. FH missir niður forystuna og deildin er alveg galopin. Allt getur gerst á toppi og botni, þó að staða ÍA og HK sé að verða ískyggilega dökk í botnbaráttunni. HK er enn að leita sér að þjálfara og margir gefa verkefnið frá sér, ekki undrunarefni það.

Akureyringurinn Jóhann Þórhallsson stóð sig vel, tryggði Fylki farmiða frá mesta hættusvæðinu í deildinni, í bili að minnsta kosti. Hann þekkir fallbaráttuna vel en hann féll eins og flestir muna með Þór, KA og Grindavík og ætlar greinilega ekki að taka fallið með Fylki.

mbl.is Jóhann hetjan í sigri Fylkis á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband