Óttalega klúðurslegt

Valgerður Sverrisdóttir

Það er mjög vont mál að skemmdir urðu á nokkrum fjölbýlishúsum við Keflavíkurflugvöll vegna röra sem sprungu í frosthörkunni í óveðrum nýlega. Í raun er þetta óttalega klúðurslegt að öllu leyti og hreint óverjandi mál. Þetta er á könnu utanríkisráðuneytisins og er því á verksviði Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. Baðst hún afsökunar á því að svo fór sem fór í umræðum á Alþingi í dag.

Mér fannst afsökunarbeiðni hennar vegna málsins vera í senn bæði einlæg og heiðarleg. Þar var komið hreint fram og staða mála viðurkennd. Það ber að virða. Samt sem áður er þetta þó hið versta mál og ljóst að það er ekki viðunandi að þetta gerist. Það þarf að koma fram með skýrum hætti hvert tjónið er nákvæmlega og staðan þarf að liggja fyrir með óyggjandi hætti. Það er skiljanlegt að stjórnarandstaðan taki málið upp, en þó er þessi upphrópunarstíll engum til sóma að mínu mati.

Svæðið er á verksviði sýslumannsembættisins og það var þeirra að fylgjast með mannaferðum og kanna betur stöðu mála. Það er ljóst að betur hefði þurft að standa að málum þar og öðrum tengdum málum. En þetta verður auðvitað ekki aftur tekið og svo fór sem fór. Fara þarf yfir allar hliðar og gera kostnað og tengdar hliðar vel opinberar. En í heildina er þetta óttalega klúðurslegt, eins og fyrr segir, og engum til sóma. Það er alveg á tæru.


mbl.is Baðst afsökunar á því að skemmdir hefðu orðið á byggingum á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband