Nær Britney að komast af botninum?

Britney Innan við ári eftir að endurkoma Britney Spears fór í vaskinn hefur hún náð áttum og er vonandi að rísa úr öskustónni, taka sig á, halda sér edrú og ná sér af botninum. Þó að fræg ímynd hennar sem saklausrar blondínu með englablæ sé endanlega fokin út í veður og vind eftir fjölmiðlaáföll hennar og fátt minni á forna frægð, t.d. eftir að hún rakaði af sér hárið og tattúveraði sig, virðist hún staðráðin í að rífa sig af botninum.

Pressan hefur varla litið af henni og fært okkur misjafnlega spennandi fréttir sem dókúmentera hratt fall stjörnu. Hún gekk þó ekki alla leið til heljar og lét tattúvera skipperamerki á upphandlegginn eða djöflatákn á bakið heldur lét sér þá nægja að fá lítið brostákn á upphandlegg. Vonandi mun tilveran brosa við henni núna. Ég man reyndar þegar Britney var að byrja að ótrúleg ímynd saklausrar stelpu, allt að því hreinnar meyjar með tæra englaásýnd, var búin til fyrir hana. Sú ímynd var kostulega hjúpuð.

Fjölmiðlar vestanhafs voru reyndar orðnir svo vissir um að hún myndi ekki ná að rétta sig við að CNN og fleiri fréttastöðvar voru tilbúnir með umfjöllun um hana látna, var þar í hópi með fólki á borð við Kirk Douglas, Paul Newman, Oliviu De Havilland, Jimmy Carter, Betty Ford og Elizabeth Taylor, svo nokkrir séu nefndir. Britney er of ung fyrir fallið mikla og vonandi nær hún að halda sér á þeirri braut sem hún er á nú.

mbl.is Britney blómstrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Alltaf gaman að fylgjast með hvað þú fylgist vel með og lætur ekkert mannlegt vera þér óviðkomandi. Enda að norðan eins og ég. 

Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.7.2008 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband