Ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna

Álit nefndar kynnt Í gær kynnti Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, álit nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi, sem Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, skipaði á síðasta ári og var stýrð af Sigurði Eyþórssyni og Kjartani Gunnarssyni. Það er athyglisvert mjög að kynna sér skýrslu nefndarinnar. Þar er að finna mikil tíðindi og nýtt landslag í þessum efnum. 

Meðal grunnniðurstaðna í skýrslunni er að fjárframlög til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum innan flokkanna mega að hámarki vera 300.000 krónur. Heildarkostnaður frambjóðanda í prófkjöri má ekki vera meira en 1 milljón að viðbættu álagi sem fer eftir fjölda þeirra sem skráður er á kjörskrá, mest auðvitað á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess munu flokkarnir fá 130 milljónir króna á fjárlögum í viðbót við tæpar 300 milljónir sem þeir höfðu áður, til að standa straum af útgjöldum á kosningaári.

Auk þessa sýnist mér að þingflokkar stjórnarandstöðunnar fái hærri framlög en stjórnarflokkarnir til að jafna vissan aðstöðumun fylkinganna. Nú hefur breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið í samræmi við þetta verið dreift á Alþingi. Athyglisvert er að Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt þetta hafi ekki verið talið brýnt áður fyrr, þá hafi aðstæður gjörbreyst og þörfin fyrir þetta sé orðin ótvíræð. Bendir hann einkum á líkurnar á því að fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif inn í stjórnmálin séu ríkari nú. Vissulega er meiri hætta á því, en hafa peningaöfl ekki alltaf haft færi á því bakvið tjöldin hingað til? Er hættan meiri nú en áður? Varla.

Mér fannst Sigríður Ásthildur Andersen, vonandi verðandi alþingismaður með vorinu, orða þetta bæði skynsamlega og vel í Kastljósviðtali í gærkvöldi. Ég er sammála henni í þessu máli. Mér finnst þetta óttaleg ríkisvæðing stjórnmálaflokka og flokksstofnana sem þarna er í uppsiglingu. Vissulega er gott að hafa skýran regluramma utan um stöðu mála, en mér finnst ekki alveg nógu gott að dæla meiru inn til flokkanna af almannafé en nú er. Ég hef t.d. afskaplega lítinn áhuga á að fjármagna kostnað við rekstur Samfylkingarinnar og Framsóknarflokkins, svo dæmi séu tekin og sennilega eru fylgismenn þeirra sama sinnis varðandi Sjálfstæðisflokkinn.

En svona er þetta bara. Eflaust er þetta umdeilt víða, enda hef ég heyrt líflegar umræður um þetta í gær og í dag. Það verður fróðlegt að heyra umræður um þetta í þinginu og samfélaginu á næstunni.

mbl.is Takmörk sett á kostnað frambjóðenda í prófkjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband