Karadzic fer til Haag - uppgjör grimmdarinnar

Radovan Karadzic Nú er ljóst að Radovan Karadzic er á leiðinni til Haag og mun þar svara fyrir aðild sína í fjöldamorðunum hrottalegu í Srebrenica fyrir þrettán árum. Þetta eru mikil þáttaskil og alveg ljóst að réttarhöldin yfir þessum fjöldamorðingja verða aðalfréttaefnið á næstu mánuðum, ekki síður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Karadzic hefur verið leitað lengi, svo framundan er mikilvægt uppgjör mála.

Eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig Karadzic gat verið í felum svona lengi - eftir þrettán ár var talið að ekki væri hægt að handsama hann og klára þessi mál. Þjóðernissinnar hafa haldið hlífðarskildi yfir Karadzic öll þessi ár og falið hann fyrir alþjóðasamfélaginu og komið í veg fyrir að réttvísin nái fram að ganga. Þeir tímar eru nú sem betur fer liðnir. Kominn tími til að reikningsskil verði og uppgjör á þeirri grimmd sem Karadzic sýndi með pólitískri forystu sinni.

Myndin af Karadzic vekur eðlilega mikla athygli. Hann er algjörlega óþekkjanlegur og hefur dulbúist svo vel að enginn hefur vitað neitt, nema þá vitorðsmenn hans. Karadzic hafði byggt sér upp nýtt líf, gat unnið að sínum verkum og komist hjá því að svara til saka. En nú fær hann farmiða til Haag, ætli það verði ekki farmiði aðra leiðina?

mbl.is Karadzic framseldur til Haag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.7.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

AStebbi, hvað um þá sem sendu flugvélar til að teppaleggja heilu þorpin?  Er ekki rétt,a ð krefjast þess, að þeir sitji til borðs með honum í réttarsal, með svipaðar tölur látinna á sinni samvisku?????????????

Gjör rétt þol ei órétt.

SVo verða menn að vera samkvæmir sér í dómum um menn og málefni.

Gyðingar drepa fullt af börnum í stríðinu sínu og svo var ekki nein sýja á því hvernig bomburnar féllu í Írak.

Það deyja  svo mörg börn í stríðum í*Afríku.

Það eru mörg börn drepin í Kína af yfirvöldum.

Stríð er ógeð og við ættum að þakka Guði fyrir það, að þekkja ekki til þeirra tilfinninga, sem hrærast meðal stríðandi þjóða.

Við þekkjum ekki fórnir á altari stríðs, nema í formi sjómanna sem farist hafa í stríðinu við að hafa ofaní sig og sína.  EKKI við að drepa aðra fyrir þær sakir einar, að vera annarar þjóðar en þeir.

Gerum þakkir

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.7.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband