Framboðsfundur á Akureyri í kvöld

Sjálfstæðisflokkurinn Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram á laugardag. Þar verður eftirmaður Halldórs Blöndals á leiðtogastóli flokksins kjörinn. Hér á skrifstofu flokksins í Kaupangi á Akureyri hefur verið góð kjörsókn undanfarna daga, en ég hef verið þar á fullu við að sjá um utankjörfundarkosninguna, sem stendur til morgundags. Það stefnir í gott veður um helgina svo að allt ætti að ganga vel um helgina.

Í kvöld munum við í stjórn Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, standa fyrir framboðsfundi á Hótel KEA kl. 20:00. Þar gefst Akureyringum tækifæri til að hitta frambjóðendur og ræða málin. Mun fundaform verða með þeim hætti að frambjóðendur flytja framsögu og svo munu þeir frá sérvaldar spurningar frá okkur í stjórninni og að lokum gefst fundargestum færi á að spyrja þá.

Sigrún Vésteinsdóttir, fréttamaður N4 á Akureyri, mun verða fundarstjóri á þessum fundi. Þar sem þetta er eini framboðsfundurinn vegna prófkjörsins sem haldinn verður hér á Akureyri hvet ég að sjálfsögðu alla Akureyringa til að mæta á fundinn í kvöld og heyra í frambjóðendunum níu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Færi ef ég ætti heimangengt, en ég sé að Björn Ingi Hrafnsson er að nefna þetta prófkjör á bloggi sínu. Nefnir að Arnbjörg sé óumdeilt ein helsta þungavigtin í flokknum. Vissulega, en dugir það í fyrsta sæti ?? Það verður spenna fram á sunnudag þegar tölur liggja fyrir. Ólöf kom mér á óvart í  Silfri Egils, ég verð að segja verulega á óvart, stendur vel í báðar fætur og það er stór kostur.

Sigrún Sæmundsdóttir, 23.11.2006 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband