Árni kærir Agnesi - dapurt endaspil úr Eyjum

Árni Johnsen Ekki kemur að óvörum að Árni Johnsen, alþingismaður, ætli að slá sig til riddara með því að höfða mál gegn Agnesi Bragadóttur. Ég var hjartanlega sammála yfirlýsingum Agnesar. Held að þetta verði lítil frægðarför fyrir Árna og vil óska Agnesi góðs í þessari rimmu. Moggagreinin hans Árna um daginn var reyndar sorgleg að öllu leyti. Sjálfstæðismenn skammast sín fyrir þennan þingmann.

Ég hef í sjálfu sér aldrei farið leynt með að ég vildi ekki Árna í þingframboð á síðasta ári. Fannst það rangt að hann færi aftur í framboð eftir alvarleg lögbrot sín fyrir nokkrum árum. Fannst það hvorki honum né Sjálfstæðisflokknum til góða. Fór meira að segja í viðtal á Stöð 2 til að tala gegn þingframboðinu eftir ítarleg bloggskrif. Er enn sömu skoðunar og finnst ekkert hafa breyst í þeim efnum að afleitt hafi verið að Árni hafi aftur farið á þing.

Enda sýnist mér það hafa sannast af því að Árna hefur ekki verið treyst fyrir trúnaðarstörfum innan flokksins, eftir að flokksmenn í Suðurkjördæmi völdu hann á þing, þó þeir hafi reyndar lækkað hann um sæti með útstrikunum á kjördegi og veikt pólitíska stöðu hans til muna. Hann hefur verið utangarðsmaður í þingflokknum. Var ekki treyst fyrir formennsku eða varaformennsku í þingnefndum á kjörtímabilinu, né öðrum embættum, þó hann hafi átt fjórtán ára þingferil áður að baki er hann sneri aftur á þing.

Árni hefur strikað sig út í þjóðmálaumræðunni og hefur jafnmikil eða minni pólitísk áhrif og óbreyttir stjórnarandstöðuþingmenn. Sjálfstæðismenn eru ekki sáttir við endurkomu hans og munu aldrei sætta sig við að hann hafi komist aftur á þing. Held að sagan muni dæma endurkomu hans á þing sem mistök og mér finnst forysta flokksins hafa fellt þann dóm vel með því að velja Árna ekki til neinna trúnaðarstarfa.

Ætla rétt að vona að sjálfstæðismenn á Suðurlandi vandi sig betur við val á næsta framboðslista sínum.

mbl.is Árni stefnir Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Var hún að veita deyjandi manni líkn eða ráðast á liggjandi mann? Eins og þú nefndir er hann ekki í neinum trúnaðarstörfum. Vestmanneyingar kusu hagsmunapotara sem hafði ítök. Þau ítök eru horfin.

Jón Sigurgeirsson , 29.7.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Því má heldur ekki gleyma að Agnes og Árni þekkjast mæta vel sem fyrrverandi samstarfsmenn á MBL. 

Sjálf hef ég aldrei skilið hví xD var svona mikið í mun að gera Árna aftur gjaldgengan framboðskandídat til alþingis.  Lögmaður ÁJ veifar því nú að forseti landsins hafi veitt honum uppreisn æru, en sú æra var reyndar  "uppreist" af handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta. 

Hér er nokkrum spurningum ósvarað - hvað veit Agnes sem við hin vitum ekki?

Kolbrún Hilmars, 29.7.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Það á greinilega ekki að fyrirgefa Árna, að hafa sett blett á íhaldsklæðin.  Það tekur enginn eftir þessum blett.  Svo kámaðir eru  lepparnar.

Auðun Gíslason, 29.7.2008 kl. 21:37

4 identicon

Það er alveg rétt hjá þér - Árni nýtur ekki lengur trausts til minnstu verka
Ekki það að Davíð harðneitaði að gera hann að ráðherra þó svo að Árni hafi verið í 1. sæti listans á Suðurlandi lengi.
Nú reynir Árni eftir öllum leiðum að skapa sér sérstöðu með allskonar uppátækjum og tilefnislausum árásum í von um að einhver freistist til að stinga upp í hann dúsu til að hann sé til friðs.
Sorglega er að þetta gæti virkað ef stjórnin þyrfti á atkvæði hans að halda einhvern tíma.

GK (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 09:24

5 Smámynd: Stefán Stefánsson

Árni er nú ekki eins svarti sauðurinn innan Sjálfstæðisflokksins.
En hann hlaut sinn dóm og tók hann út og handhafar forsetavalds veittu honum uppreist æru. Voru ekki sjálfstæðismenn þar að verki?
Mér finnst Árni Johnsen hefði reyndar mátt viðurkenna mistök sín strax og sýna iðrun.
Þrátt fyrir mistök sín og yfirsjónir hefur Agnes engan rétt til að moka skít yfir Árna án þess að hún þurfi að taka afleiðingum orða sinna og styð ég Árna því í þessu máli öllu þessu vant.

Stefán Stefánsson, 30.7.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Ekki ætla ég að blanda mér í pólitískar skoðanir fólks. Hins vegar geta menn lært af þeim ef vilji er fyrir hendi.

Varandi að þingmaður sjálfstæðismanna skuli fara í mál við blaðamann morgunblaðsins finnst mér dapurlegt að honum. Ég veit til þess að þessar persónur sem um er rætt hafa mikið skap og hafa sagt oft meira í hita leiksins. Þess vegna væri Árni Johnsen meiri maður ef hann myndi draga þessa ákæru til baka. Tilganginum er náð með þessari umfjöllun.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 30.7.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Árni Johnsen er og verður Sjálfstæðismaður...kosinn á þing að Sjálfstæðismönnum .... því verður ekki neitað Stebbi.

En persónulega fannst mér algjör óþarfi af Agnesi að ráðast að honum með dónakjaft og svívirðingar.... það er til lítils sóma fyrir blaðamann sem vill láta taka sig alvarlega.... hún ætti að bjarga sér með að biðjast afsökunar...annars gæti svo farið að hún yrði dæmdur sakamaður eins og sá er um var rætt.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2008 kl. 12:54

8 Smámynd: Sigursveinn

Sæll Stefán

Verð að fá að kommenta smá á þetta hjá þér. Þú segir að Sjálfstæðismenn sætti sig aldrei við að hann hafi verið kosinn aftur á þing.  Er það þeirra að ákveða hverjir eiga að vera á þingi og hverjir ekki?  Það voru kjósendur í Suðurkjördæmi sem völdu hann. Hvort sem flokksforystunni líkaði betur eða verr.  Eins vill ég gera athugasemd við Jón lögfræðing.  Það voru EKKI Vestmannaeyingar sem völdu Árna, atkvæði allra Eyjamanna hefðu ekki dugað til að landa þessari stöðu.  Er Agnes friðlýst?  Mér fannst ummæli hennar ósmekkleg og ekkert að því að menn sæki rétt sinn finnist þeim á sér brotið.  Árni má það eins og hver annar þegn í þessu landi. En það sem er kannski athyglisverðast í þessu öllu saman að Árni verður sitt hvoru megin við borðið í haust, í tveimur málum.  Hann sækir á Agnesi en eins er sótt á hann. Fyrrverandi aðstoðarvegamálastjóri Gunnar Gunnarsson sækir á Árna fyrir meiðyrði.  Þér finnst Árni vega ómaklega af honum í pistli í apríl. Er ekki sama hver segir hvað um hvern?   Er svolítið hissa á þessu takmarkalausa hatri þínu á Árna Johnsen, hann hefur tekið út sinn dóm og á líkt og aðrir þegnar þessa lands rétt á að fá annað tækifæri. 

Þess má geta að undirritaður er úr Eyjum og studdi Árna ekki í baráttunni um þingsætið. Hins vegar sætti ég mig við niðurstöðu lýðræðislegra kosninga og legg til að þú gerir slíkt hið sama.

Gleðilega Þjóðhátíð

Sigursveinn , 30.7.2008 kl. 13:18

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður að vera og er sammála Sigursveini herna á undan/þetta er lyðræðiskostning og við verðum að taka því/svo og með kjaftin á Agnesi!!!!Hallo gamli

Haraldur Haraldsson, 30.7.2008 kl. 13:38

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin og hugleiðingarnar um þetta mál. Ágætt að heyra í öðrum.

Jón: Ég tjái bara mínar skoðanir. Það er mun heilbrigðara en þaga þetta mál af sér. Auk þess hef ég aldrei farið leynt með skoðun mína á Árna og stöðu hans undanfarin ár.

Kolbrún: Vissulega. Agnes veit vel hvað hún er að segja. Það má vera að hún sé opinská í tali og spari sig aldrei þegar hún hafi skoðanir en hún er oftast sanngjörn í mati sínu.

Auðun: Hvernig er hægt að fyrirgefa það sem viðkomandi maður hefur aldrei iðrast að hafa gert?

Hörður: Alveg sammála. Takk fyrir kommentið.

GK: Það hefði orðið ansi afleitt ef þetta hefði orðið oddaatkvæði áframhaldandi ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Segi ekki annað.

Stefán: Árni hefur aldrei sýnt iðrun og beðist afsökunar. Því er erfitt að fyrirgefa honum. Hann klúðraði því fyrir sér alveg sjálfur og ég ber ekkert traust til hans. Það er miklu betra að tala um þetta frekar en þegja það af sér. Þó Árni sé sjálfstæðismaður er hann ekki heilagur í mínum bókum vegna þess.

Jóhann Páll: Alveg sammála þessu mati.

Jón Ingi: Það er alveg ljóst að kjósendur í einu kjördæmi veittu Árna þingsæti. Þau lækkuðu hann líka í tign og gerðu endanlega út af við hann með atkvæði sínu á kjördegi. Hann hefur verið utangarðsmaður og verður það úr þessu. Hann er alveg einn á báti. Mér er nokkuð sama þó hann sé sjálfstæðismaður. Hann er ekki heilagur og ég gagnrýni eins og mér sýnist. Hann verður að taka því að vera umdeildur eftir eigin lögbrot sem hann hefur aldrei beðist afsökunar á né iðrast fyrir með sómasamlegum hætti. Flokksskömm er hann, segi ég og skrifa.

Sigursveinn: Ég virði sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi mikils, á þar marga vini og samherja í pólitísku starfi fyrr og nú. Það er þó engum heiðarlegt að þegja þegar þarf að tala. Árni hefur komið stöðu sinni þannig að enginn nennir að verja hann orðið nema nokkrir samherjar hans úr kjördæminu. þetta er algjört sjálfskaparvíti hjá Árna. Gleymum því ekki. Vonandi tekst flokksmönnum að vinna sig frá þessum vandræðagangi þingmannsins sem áttar sig ekki á eigin afglöpum og mistökum. En já, góða skemmtun á þjóðhátíð. Væri gaman að vera staddur þarna og skemmta sér, en ég kemst því miður ekki þetta árið. Skelli mér kannski að ári. :)

Halli: Það er heiðarlegt að segja sínar skoðanir. Árni verður að sætta sig við það að vera umdeildur vegna eigin afglapa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.7.2008 kl. 14:31

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stefán, flott pæling og margir hugsa það sama! ég þekki Árna af góðu einu, en hann er stórt barn (og ég kannski líka?)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.7.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband