Róleg og góð verslunarmannahelgi

Þetta hefur verið hin fínasta verslunarmannahelgi, rólegt og gott. Var bara heima á Akureyri um helgina. Hér hefur verið notaleg stemmning, fjölskylduvæn og góð í alla staði. Eflaust er það ágætt að fá rólega verslunarmannahelgi eftir öll átökin síðustu árin, annaðhvort vegna fyllerísláta eða átök um tjaldsvæðamálin.

Ekki virðist sú ákvörðun að lækka mörkin aftur í 18 ár hafa leitt til neinna leiðinda. Hér hefur vissulega verið eitthvað fyllerí en þetta hefur allt farið vel fram og gengið í alla staði mjög vel. Bæjaryfirvöld og Vinir Akureyrar stóðu vel að hátíðinni Einni með öllu, hér í bænum, að þessu sinni og um að gera að hrósa Möggu Blöndal og hennar fólki hjá Akureyrarstofu fyrir gott skipulag og fjölskylduvæna umgjörð sem skilaði árangri.

Eftir hádegið fékk ég mér svo Vallash, gamla góða Sana-appelsínudrykkinn, og akureyrska pylsu, sem er með öllu plús rauðkál, við Iðnaðarsafnið. Þar var gamaldags og góð stemmning. Guðrún Gunnars og Inga Eydal spiluðu þar öll gömlu Sjallalögin með Ingimar yngri, syni Ingu. Frábært að vera þar og spjalla við fólk og eiga góða stund.

Þetta var fín helgi, akkúrat eins og við viljum hafa hana. Þetta er módelið sem við höfum leitað að og loksins fundið. Meira af svona.

mbl.is Metfjöldi á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til hamingju Akureyringar með vel lukkaða hátíð/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.8.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sæll Stebbi núna erum við sammála.

Aðeins um tjaldsvæði...

Þó er sama regla og var í fyrra...aðeins fjölskyldufólk á Hömrum. Munurinn er að það var opnað sérstakt tjaldsvæði fyrir þá sem ekki falla undir þá reglu sem unnið er með á Hömrum... og flestum tjaldsvæðum landsins... þar á að ríkja fjölskyldustemming ...

Vandinn í fyrra fólst í því að opna ekki sérstakt tjaldsvæði þar sem reglur væru rýmri en nú var það gert og vandamálið úr sögunni. Þórsarar hafa rekið þetta svæði við Norðurorku af mikilli röggsemi og góðu skipulagi.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Frábært ... dóttir mín var þarna með sína fjölskyldu og er afar ánægð með ferðina. Gaman að fá svona góðar fréttir að norðan . Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.8.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband