Þekktustu tvíburar áratugarins frumsýndir

Vinsælar fjölskyldumyndir Allt frá því tilkynnt var að Angelina Jolie ætti von á tvíburum fylgdu fjölmiðlar málinu eftir af ótrúlegum áhuga og ekki undarlegt að þeir bjóðist til að borga fúlgur fjár fyrir að sjá þá. Aðeins þriggja vikna gömul þéna börnin milljónir og hægt að fullyrða að þetta verða ekki síðustu myndirnar sem fjölmiðlar keppast við að ná af þeim. Þeirra stjörnuglansi er ansi tryggður á næstu árum.

Annars er ekki svo galið að velta fyrir sér hvort það sé í lagi, í besta falli siðferðilega rétt, að selja myndir af börnunum sínum til hæstbjóðenda og farið með þau eins og markaðsvörur. En kannski er þetta bara eðli bransans í Hollywood að allt er til sölu og þar með börnin, seldur sé aðgangur að því og einkalífinu sem hlýtur að fylgja fæðingu barnanna.

En kannski eru foreldrarnir með sölunni að reyna að halda í við ásókn fjölmiðla að börnunum, enda vilja allir eiga fyrstu myndirnar. Sennilega verður þó aldrei sett stopp á það. Annars er frægðin oft dýru verði keypt, sennilega sést það best þegar frægt fólk selur aðgang að börnunum sínum til að eiga auðveldar með að eiga við fjölmiðla.

mbl.is Tvíburar „frumsýndir" á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Mér skilst að People Magazine hafi borgað $14 milljónir fyrir myndirnar og að hin gjafmilda Brandólína hafi gefið fúlguna til góðgerðar starfsemi.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.8.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband