Talning atkvæða hafin á Akureyri

Sjálfstæðisflokkurinn Talning á atkvæðaseðlum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem fram fór í gær, hófst nú eftir hádegið og hefur farið vel af stað. Fyrstu tölur í prófkjörinu liggja formlega fyrir kl. 18:00 og verða lesnar upp á Hótel KEA af Önnu Þóru Baldursdóttur, formanni kjörstjórnar. Þar verða frambjóðendur og munu fjölmiðlar væntanlega gera tölum góð skil.

Fyrstu tölur verða lesnar upp í kvöldfréttatíma Útvarps og á Stöð 2 og Sjónvarpinu verða fréttamenn með beina útsendingu. Það verður fróðlegt að sjá fyrstu tölur og stöðu mála skýrast hægt og rólega. Ekki gekk illa að koma kjörgögnum til Akureyrar og talning hófst á tilsettum tíma í dag. Kjörsókn var mjög góð, 3.032 greiddu atkvæði en 3.289 voru á kjörskrá.

Við flokksmenn og þau sem höfum verið að vinna í þessu prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn með einum eða öðrum hætti erum því auðvitað mjög sátt með stöðuna og teljum þetta gefa okkur góð sóknarfæri fyrir vorið í væntanlegri kosningabaráttu. En það eru spennandi klukkutímar framundan hér á Akureyri og brátt ræðst hverjir flokksmenn völdu til forystu hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband