Kristján Þór nýr leiðtogi - tvær konur í þrem efstu

Kristján Þór Úrslit liggja nú fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sigraði í prófkjörinu og er nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu - hann hlaut 1.461 atkvæði í leiðtogasætið í baráttu við Arnbjörgu Sveinsdóttur og Þorvald Ingvarsson. Kristján Þór mun því taka við af Halldóri Blöndal, sem setið hefur á þingi í tæpa þrjá áratugi og leitt lista hér í rúma tvo áratugi.

Í öðru sæti varð Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hlaut 1.596 atkvæði í 1 - 2. sætið. Arnbjörg hefur setið á þingi nær samfellt frá árinu 1995 og það er greinilegur vilji flokksmanna að hún verði áfram í forystusveit flokksins við komandi kosningar. Hún fær góða kosningu í annað sætið greinilega. Ólöf Nordal er án nokkurs vafa stjarna þessa prófkjörs en hún nær þriðja sætinu með 1.426 atkvæðum. Þetta er hennar fyrsta prófkjör og greinilegt að hún stimplar sig inn af miklum krafti. Þær fá góðar mjög gott umboð og staða kvenna mjög glæsileg því hér.

Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri, var í þriðja sætinu í fyrstu tölum en féll svo niður í það fjórða og fékk það sæti að lokum. Hann hlaut 1.635 atkvæði í 1. - 4. sætið. Þorvaldur verður fyrir nokkru áfalli í prófkjörinu, en hann sóttist eftir fyrsta sætinu. Hann skipaði sjötta sætið á lista flokksins hér í kjördæminu í síðustu kosningum, en hann var þá nýliði í stjórnmálum. Það verður vonandi baráttumál okkar allra hér að tryggja kjör Þorvaldar Ingvarssonar inn á þing úr fjórða sætinu. Í fimmta sætinu er svo Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrum alþingismaður, en hún var þingmaður árin 2001-2003 og er núverandi varaþingmaður. Sjötti er ungliðinn Steinþór Þorsteinsson, sem nær góðum árangri þrátt fyrir stutta veru í flokknum.

Sigur Kristjáns Þórs Júlíussonar er nokkuð afgerandi og glæsilegur. Ég vil óska honum innilega til hamingju með gott kjör. Það verður hans nú að leiða flokkinn að vori og taka við af Halldóri Blöndal. Verkefni næstu mánaða verður að tryggja að Kristján Þór verði fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og ráðherra í næstu ríkisstjórn. Kristján Þór Júlíusson var bæjarstjóri á Dalvík 1986-1994, á Ísafirði 1994-1997 og hefur verið bæjarstjóri og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri allt frá árinu 1998 og leitt flokkinn hér í bænum í þrennum kosningum. Kristján Þór hefur verið lengi virkur í stjórnmálum og unnið ötullega fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Mér finnst þessi listi sterkur. Þarna eru þrjár konur í sex efstu sætum og þar af tvær konur í þrem efstu. Það er öflugur Akureyringur í leiðtogasæti og tveir Austfirðingar í tveim næstu sætum. Öll svæði ættu því að geta verið ánægð með stöðu mála. Athygli vekur góð kosning kvenna í prófkjörinu. Það er mikið gleðiefni. Þetta er framboðslisti sem gæti fært okkur fjögur þingsæti að vori. Nú er það næsta verkefni. Það verður ánægjulegt að taka þátt í þeirri góðu baráttu.

mbl.is Kristján Þór varð í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Þetta er sterkur listi og fór akkurat eins og ég vonaði með 3 efstu sætin. Ólöf hefur komið mér verulega á óvart  undanfarið og hún á eftir að gera marga góða hluti.  Nú geta heimamenn andað léttar, ekki  þarf  aukaframboð  eða akureyrarlista.

Sigrún Sæmundsdóttir, 26.11.2006 kl. 20:30

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Hverjir eru nú "heimamenn" í Norðausturkjördæmi aðrir en allir íbúar kjördæmisins?

Sigurjón Benediktsson, 26.11.2006 kl. 22:00

3 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Æi fyrirgefðu Sigurjón.  Þegar ég flutti hingað norður var mér sagt að ,, heimamenn,, væru þeir sem  fæddir  eru hér, en  hinir ,, búa ,, hér.  Og það væri töluverður munur á.

Sigrún Sæmundsdóttir, 27.11.2006 kl. 00:21

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

En þú andar léttar --og það hlýtur nú að vera einhvers virði!

Sigurjón Benediktsson, 27.11.2006 kl. 10:26

5 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Ha ha ha ha Ég telst ekki heimamaður. Og þetta fór ekki alveg eins og ég vonaði.

Sigrún Sæmundsdóttir, 27.11.2006 kl. 11:09

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir öll kommentin. Þetta er mjög sterkur listi sem þarna myndast og flestir ættu að geta verið sáttir. Staða kynjanna er jöfn og staða svæðanna góð heilt yfir, miðað við gömlu kjördæmaskipunina. Það eru spennandi tímar framundan.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.11.2006 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband