Meistari Isaac Hayes látinn

IsaacHayes Meistari Isaac Hayes er látinn, 65 ára að aldri. Hayes var goðsögn í lifanda lífi í tónlistarheiminum, varð einn þeirra sem mörkuðu frægð soul-tónlistarinnar í kringum 1960 og markaði sér sess allt í senn sem lagahöfundur, upptökustjóri og söngvari. Allt við Hayes var svalt og traust, hann skapaði sér sinn stíl og var í fararbroddi með verkum sínum í tónlistarsögu Bandaríkjanna.

Saga soul-tónlistarinnar verður ekki rakin nema getið sé mikilvægs hlutverks Hayes, fyrst og fremst sem upptökustjóra og lagahöfundar í upphafi, þó hann hafi sem söngvari ennfremur gert merkilega hluti. Hayes var ein traustasta stoð þeirrar tónlistarmenningar. Með Ray Charles, Arethu Franklin, James Brown, Otis Redding og Jackie Wilson lék hann lykilhlutverk.



Árið 1971 markaði hann söguleg skref þegar hann hlaut óskarinn fyrstur þeldökkra fyrir annað en kvikmyndaleik fyrir stefið í Shaft. Shaft Theme er eitt traustasta og besta kvikmyndastef allra tíma, algjörlega ódauðlegt og traust. Mér hefur reyndar alltaf fundist Shaft algjörlega frábær mynd og met hana mikils. Shaft Theme er eitt af þessum traustu óskarslögum.

Þó Hayes ætti þátt í mörgum eftirminnilegum lögum mun stefið úr Shaft lifa þeirra lengst. Sögulegur sess þess hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni kom reyndar vel fram þegar Burt Bacharach valdi Hayes til að flytja lagið í tónlistarprógramminu á Óskarnum 2000 þar sem farið var yfir eftirminnilegustu kvikmyndatónlist sögunnar.



Yngri kynslóðirnar muna sennilega helst eftir honum fyrir þátt sinn í South Park-ævintýrinu. Kokkurinn var traustur og fínn. En öll munum við helst eftir meistara Hayes fyrir taktinn og stuðið. Hann var svalur og flottur. Blessuð sé minning þessa snillings.

mbl.is Isaac Hayes látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna fór einn af þeim bestu/Blessuð sé minning hans/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.8.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband