Bćjarstjóraskipti framundan á Akureyri

Sigrún Björk Jakobsdóttir Eftir leiđtogakjör Kristjáns Ţórs Júlíussonar í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi um helgina blasir viđ öllum ađ hann muni bráđlega hćtta sem bćjarstjóri hér á Akureyri. Kristján Ţór hefur veriđ bćjarstjóri hér á Akureyri frá ţví í júní 1998 og leitt okkur sjálfstćđismenn í ţrennum kosningum. Nú verđa skil ţarna á, enda hefur Kristján Ţór veriđ kjörinn kjördćmaleiđtogi okkar hér. Nú heldur hann í landsmálin til annarra verkefna. Međ ţví verđa kaflaskil fyrir okkur hér.

Um fátt er meira talađ nú en hver eigi ađ verđa nćsti bćjarstjóri á Akureyri. Kristján Ţór hefur tilkynnt međ afgerandi hćtti ađ hann ćtli ađ hćtta fyrir upphaf kosningabaráttunnar í viđtali á Morgunvakt Rásar 1 og hádegisviđtalinu á Stöđ 2. Ţau starfslok hljóta ađ verđa nú um mánđarmótin eđa viđ áramót. Mikiđ er spurt um hver eigi ađ taka viđ embćttinu. Áđan var ég í viđtali hjá Andrési Jónssyni á Útvarpi Sögu og ţar fórum viđ yfir ţessi mál og fleiri í góđu pólitísku spjalli. Ég er reyndar međ kveflumbru en ţađ komst vonandi allt vel til skila hjá mér.

Mér finnst ađ Sigrún Björk Jakobsdóttir eigi ađ verđa nćsti bćjarstjóri hér á Akureyri. Hún hefur setiđ lengst sjálfstćđismanna í bćjarstjórn, utan Kristjáns Ţórs, og veriđ formađur nefnda og virk í pólitísku starfi. Í prófkjörinu í febrúar var hún eini frambjóđandinn utan Kristjáns sem hlaut bindandi kosningu í sitt sćti. Hún hefur veriđ forseti bćjarstjórnar frá kosningunum í vor og tók viđ af Ţóru Ákadóttur.

Ţađ er ţví hiđ eina rétta ađ Sigrún Björk verđi bćjarstjóri og Elín Margrét Hallgrímsdóttir verđi forseti bćjarstjórnar. Ţađ er glćsilegt fyrir okkur ađ hafa tvćr öflugar konur í forystusveit í bćjarmálunum nú ţegar ađ Kristján Ţór hćttir sem bćjarstjóri og heldur til verka á öđrum vettvangi. Ţađ eru spennandi tímar hér framundan.

mbl.is Ummćli Ţorgerđar voru „afar óheppilegt inngrip"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband