Glæsilegur sigur - heimsmeistararnir fá skellinn

Sætur sigur Alveg var það nú yndislegt að sjá landsliðið taka heimsmeistara Þjóðverja áðan - traustur og góður sigur, sem var eiginlega aldrei í hættu. Endaspilið var stórfenglegt og strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hvað þeir virkilega geta.

Þessi sigur og gegn Rússunum ætti að vera vitnisburður þess að þetta er lið sem getur gert góða hluti og getur vel yfirstigið sín vandamál. Strákarnir tóku sig saman í andlitinu eftir Makedóníuleikina og sýndu okkur að þeir geta þetta alveg.

Flott, óska þeim innilega til hamingju með góðan árangur.

mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband