Valla Sverris heldur í heimshornaflakk

Valgerður Sverrisdóttir Það er heldur betur heimsreisan sem að Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, er flogin af stað í. Hún er nú farin til Lettlands á leiðtogafund NATO og mun að því loknu halda til Litháens, Sviss, Kína og Japans. Hún mun verða á þessu ferðalagi allt til 10. desember nk. Hún kemur því væntanlega mátulega í jólaundirbúninginn.

Valgerður varð í júní fyrst kvenna á utanríkisráðherrastóli hér. Það var vissulega stór áfangi fyrir konur og vakti athygli. Hún hefur þó verið umdeild sem utanríkisráðherra, þó vissulega ekki nándar nærri eins mikið og sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Það verður þó seint sagt að utanríkisráðherraferill hennar hafi markast af beinum og breiðum vegi.

Mér fannst eiginlega átakanlegt þegar að Valgerður fór á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og ávarpaði þar að hún var varla fær til ræðuhalda á ensku. Spaugstofan gerði gott grín af þessu. Það er því alveg ljóst að Valgerður þarf að slípa sig betur til ræðuhalda á ensku. Hún hefur þó alltaf verið dugleg og vinnusöm og það hjálpar henni eitthvað.

Það verður fróðlegt að sjá stöðu Framsóknarflokksins hér í Norðausturkjördæmi að vori. Landsbyggðarþingmaður hefur ekki verið utanríkisráðherra frá því að Halldór Ásgrímsson sat á þeim stóli. Það munaði litlu að hann fengi skell í Austurlandskjördæmi hinu forna í kosningabaráttunni 1999 og hann fór um firðina á Cherokee-jeppanum sínum síðustu vikuna til að bjarga því sem bjargað yrði. Honum tókst það naumlega.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort að fjarvera Valgerðar veiki Framsóknarflokkinn hér líkt og var fyrir austan í tilfelli Halldórs áður.

mbl.is Valgerður á faraldsfæti næstu vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband