Meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. slitið síðar í dag

Meirihluti kynntur í janúar 2008 Síðustu daga hefur verið beðið eftir hinu óumflýjanlega; sjálfstæðismenn slíti samstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Það mun gerast síðar í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur gefist upp á samstarfinu og heldur í aðrar áttir. Enda hefur borgarstjórinn farið langt út fyrir sín mörk með ákvörðunum sínum og misboðið sjálfstæðismönnum með verklagi sínu.

Þessi meirihluti hefur allt frá upphafi verið mjög veikur og ekki til stórræðanna. Því koma endalokin varla að óvörum. Þegar menn eru farnir að hlaupa upp og niður stiga og fara huldu höfði til að sleppa við að mæta fjölmiðlamönnum er ljóst að endalokin eru ekki langt undan. Þetta er orðið allt mjög sérstakt og reyndar er niðurlægingartímabil borgarfulltrúa í Reykjavík orðið algjört og afleitt ef mynda þarf fjórða meirihlutann í þessu ítalska ástandi.

En það er ábyrgðarhluti fyrir sjálfstæðismenn að halda þessu áfram og bera ábyrgð á Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóra í Reykjavík. Það er ekkert eftir í þessu samstarfi sem réttlætir að hann sitji sem borgarstjóri í umboði sjálfstæðismanna eða annarra ef út í það er farið.

mbl.is Borgarfulltrúar segja fátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn aftur... Ekki hafði ég grun um að enn á ný þurfi maður að hvá varðandi harmleikinn (ekki farsann)  í Reykjavík. Ekki er ég heldur viss að þetta hressi Sjálfstæðismenn í borginni. Ef þetta er rétt þá fær Óskar Bergsson óskarinn í afneitun fyrir klukkustund.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband