Meirihlutinn sprunginn - Hanna Birna borgarstjóri

ÓlafurFHanna
Nú hefur endanlega verið staðfest að meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur er lokið eftir 204 daga við völd. Heimildir herma, þó þær hafi ekki verið staðfestar, að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi handsalað samning við Óskar Bergsson og verði næsti borgarstjóri í Reykjavík, sá tuttugasti í röðinni og fjórði á innan við ári. Þetta verður fjórði meirihlutinn á tíu mánuðum við völd, sannarlega sögulegt tímabil í borgarmálunum.

Með þessu eru borgarmálin komin á upphafsreit fyrir deilur um REI-málið. Sama samstarf og var við völd í sextán fyrstu mánuði kjörtímabilsins endurreist, en auðvitað án Björns Inga Hrafnssonar. Þó þetta samstarf verði veikara en hitt í atkvæðafjölda verður það sterkara en ella, enda verður með því hægt að þoka málum áfram og taka skynsamlega afstöðu til fjölda mála sem hafa verið í gíslingu í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar.

En auðvitað er stöðugleikinn enginn í borgarmálum. Stærsta verkefni Hönnu Birnu og Óskars Bergssonar verður umfram allt að ná trausti við borgarbúa og reyna að tryggja stöðugleika við stjórn borgarinnar í því ítalska ástandi sem mun þó óhjákvæmilega verða meginpunktur þessa sögulega kjörtímabils.


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband