Hverju eru ungliðarnir að mótmæla?

Frá mótmælum Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki mótmæli ungliðanna í Ráðhúsinu, þar sem meirihlutaskipti fara nú fram. Hverju eru þau að mótmæla? Því að flokkarnir þeirra eru ekki við völd? Varla felst annað í mótmælunum. Þetta er bara pólitísk umhyggja fyrir sjálfum sér og að þeim skildi mistakast að mynda meirihluta með Óskari Bergssyni. Nóg var nú reynt til þess.

Fyrir 210 dögum, þegar Ólafur F. Magnússon var kjörinn borgarstjóri var talað um að maður án umboðs hefði hlotið kjör og það væri ábyrgðarhluti að framboð með 10% úr kosningum fengi embættið. Á þeim forsendum var mótmælt fyrst og fremst og púað á Ólaf F. og þá sem tryggðu honum kjör. Nú er Ólafur F. farinn og greinilega minna púður í mótmælunum, enda eru allar aðstæður aðrar og staðan hefur breyst. Enda eru greinilega mun færri að mótmæla. Ekki er hægt að reyna þetta aftur.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn, tekur nú við embætti borgarstjóra. Hún og Ólafur F. eiga fátt sameiginlegt, enda hafði fráfarandi borgarstjóri ekkert traust pólitískt bakland. Umboð hennar er traust og afgerandi. Ekkert er eftir í mótmælunum nema sorrífílingur yfir því að hafa nú ekki náð völdum sjálfur. En fagna ekki flestir borgarstjóraskiptum og því að leiðtogi með traust pólitískt bakland taki við? Var ekki það sem mótmælendur vildu í janúar?

Ég veit ekki betur en klækjaspil minnihlutaflokkanna tveggja hafi verið algjört. Er nokkur orðinn hvítþveginn engill í þessum glundroða? Varla. Myndaður var meirihluti fyrir tíu mánuðum, þau komust til valda við aðstæður sem þau svo sjálf gagnrýndu síðar, og þau reyndu allt sem þau gátu í stöðunni til að hafa Óskar Bergsson með sér. Auðvitað vildu þau komast til valda, voru meira að segja til að mynda meirihluta með varamanni án þess að nokkuð væri ljóst um aðalmanninn. Farsinn var algjör.

Varla hefur nokkur geislabaugur verið yfir minnihlutanum í þessu spili öllu. Þar voru klækjastjórnmál á ferð. Enda er enginn heilagur í þessu tafli. Allir hafa verið við völd og ráðið ferðinni og flestir hafa náð að taka hringinn í loforðum og svikum. Enginn er saklaus af því. En auðvitað er sárt að hafa ekki náð völdum nú. Eflaust eru þau að mótmæla því að ekki tókst að halda í Óskar Bergsson.


mbl.is Mótmælt fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vafalalaust allir búnir að missa út úr sér orð sem ekki eru sæmandi. En... hér tek ég upp varnir fyrir unglinganna burtséð hverju þeir mótmæla. SUS (fram að þessu) hefur talið að ungt fólk hafi skoðanir og eigi að þroska þátttöku þeirra í lýðræðislegu þjóðfélagi. Mér finnst þú ansi þunnskrápaður í þessum skrifum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband