Til hamingju Hanna Birna

hannabirna2Ég vil óska Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, til hamingju með kjörið. Ég er ekki í vafa um það að hún verði góður og traustur borgarstjóri, forystumaður sem mun vinna af krafti og stýra málum af ábyrgð og festu. Ekki veitir af í þeim ítalska glundroða sem einkennt hefur borgarmálin síðustu tíu mánuði að tekið verði af skarið og farið að vinna verkin sem mestu skipta.

Ég hef verið sannfærður um það síðan ólgan hófst um REI-málið síðasta haust að Hanna Birna ætti að verða borgarstjóri og taka við forystu Sjálfstæðisflokksins. Betur hefði farið á því ef þau kaflaskipti hefðu orðið fyrr en raun bar vitni. Þá hefði margt farið á annan veg og þetta leiðinlega tímabil orðið mun styttra en varð.

En nú hefur Hanna Birna loksins tekið við borgarstjóraembættinu og ég tel að það muni allir taka eftir breytingunni þegar leiðtogi með traust pólitískt umboð og bakland tekur við. Ekki er hægt að bjóða borgarbúum upp á annað. Kjör Ólafs F. Magnússonar í janúar voru pólitísk mistök í boði forystu Sjálfstæðisflokksins.

Hef þekkt Hönnu Birnu lengi og veit hversu öflug hún er. Borgarbúar munu finna vel fyrir því á næstunni að nú hefjast nýir tímar.

mbl.is Hanna Birna kjörin borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hanna hefur þetta kjörtímabil verið virk í borgarmálum og heldur því vissulega áfram með því að vera borgarstjóri. En það skal enginn reyna að segja mér annað en að hún hafi verið með í því að ganga til samstarfs við Ólaf F. Magnússon, hún hefur tekið þátt í blekkingarleik og ætlar svo núna að koma út sem riddari á hvítum hesti og bjarga borginni.

Allir hafa verið að ljúga og passa upp á sitt, finnst mér.

Og ég skil ekki af hverju er ekki bara kosið upp á nýtt. Ástandið í borginni er þannig að 3/4 eru ekki fylgjandi nýjum meirihluta! skv. síðustu skoðanankönnun. Og að byggja meirihluta á því fylgi er skandall finnst mér. 

Ábyrgðarfullur aðili og flokkur myndu hiklaust mæla hreinlega með því að kosið yrði á ný. Það myndu Sjallar væntanlega ekki vilja sökum þess að fylgið er ekki upp á það besta hjá þeim.

Hanna Birna er skörungur, en hún er alveg jafnlituð af spillingu og aðrir forverar hennar. Hvað sem öllum kjaftasögum og baktjaldamakki líður, þá vona ég að borgin fái frið núna. En ég vona líka að borgarbúar muni eftir þessum fyrstu árum þegar næstu kosningar fara fram. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta hefur verið mjög erfiður tími. Vonandi er hann nú að baki. Nú reynir á nýjan borgarstjóra og þau sem starfa með henni hvort þeim tekst að stokka málin upp. Fyrir það fyrsta er mikilvægt að kominn sé borgarstjóri með traust pólitískt bakland og hefur trausta stöðu pólitískt. En Hanna Birna hefur verið á sviðinu allan ólgutímann. Hinsvegar hefur hún ekki leitt þau mál fyrr en mjög nýlega. Eðlilegt er að hún hafi viljað stokka spilin upp, mynda meirihluta á eigin vegum en ekki taka í arf ákvarðanir annarra.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.8.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er rétt að óska Hönnu Birnu til hamingju með kjörið. Ég er alveg sannfærður um að nú er að hefjast nýjir og bjartir tímar fyrir Reykjavík og Reykvíkinga.
Það skiptir gríðarlega miklu máli að þetta samstarf gangi vel.
Nú þarf að fá splundraðan Tjarnarkvartett upp úr skotgröfunum og til samstarfs um góð málefni.

Óðinn Þórisson, 21.8.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband