Umdeilt ársleyfi Gísla Marteins - rétt eða rangt

Gísli Marteinn Mér finnst það flott hjá Gísla Marteini Baldurssyni, borgarfulltrúa, að breyta til um stund og halda í nám erlendis. Einkum þar sem hann stúderar þar borgarfræði sérstaklega og hugar að þeim málum sem hann hefur unnið að sem borgarfulltrúi. Þetta virðist þó ætla að verða umdeildur gjörningur, enda eru greinilega skiptar skoðanir á því hvort borgarfulltrúar gegni öðrum verkefnum samhliða.

Gísli Marteinn verður að standa og falla með eigin ákvörðunum. Telji hann sig geta þetta verður á það að reyna. Mér finnst óeðlilegt að dæma hann fyrir þetta áður en sést hvort hann telur sig geta sinnt verkum samhliða þessu eða hann meti það ómögulegt. Engin reynsla kemur á það fyrr en reynir á almennilega. Ég velti því þó fyrir mér hvort þetta sé hægt, mikið verður að leggja á sig til að það gangi upp og ágætt að reynsla komi á það.

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór í nám til Englands fyrir fjórum árum sat hún sem borgarfulltrúi. Hún kallaði ekki til varamann nema þrisvar á því tímabili held ég, en hún var oddaatkvæði meirihluta R-listans og hagaði þessu eins og henni þótti rétt. Mér finnst það svolítið sérstakt að heyra þá sem vörðu, eða fannst ekkert að því, námsleyfi Ingibjargar Sólrúnar ráðast að Gísla Marteini vegna þess hins sama. Borgarfulltrúar hafa setið á þingi samhliða þeim verkefnum sem þeir sinna á vettvangi borgarinnar og dæmi um að þeir sinni öðrum verkefnum úti í bæ með.

Kannski er ágætt að fá þessa umræðu upp á yfirborðið, burtséð frá því hvað okkur þykir um Gísla Martein sem persónu eða stjórnmálamann. Enginn getur metið þetta nema sá sem um ræðir. Gísli Marteinn er ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins og sóttist eftir leiðtogastöðunni fyrir síðustu kosningar. Mér finnst ekki óeðlilegt að hann sé annar varaforseti borgarstjórnar mæti hann á fundina yfir höfuð. Það leiðir af sjálfu sér að fyrst hann situr fundina gefur hann kost á sér til verkefna á fundinum.

Hinsvegar má spyrja sig að þeirri spurningu hvort sveitarstjórnarmenn eða þingmenn eigi aðeins að festa sig í því sem þeir gera á þeim stað og setja eigi einhver afgerandi mörk á setu kjörinna fulltrúa. Námsleyfi myndi þýða fjarveru að öllu leyti á þeim tíma. Þá myndu fleiri en Gísli Marteinn finna fyrir því, svo mikið er víst.

mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara eitt Stebbi því annars ertu oftast málefnalegur: Hve langi var ISG í námsleyfi og hversu lengi ætlar GMB að vera í burtu? Þú svarar þessu snarlega veit ég.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Halla Rut

Ég þurfti ekki einu sinni að lesa þetta hjá þér til að vita hvaða skoðanir þú hefðir á þessu!

Halla Rut , 21.8.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já en eigum við borgarbúar að borga honum laun á meðan hann er í námi? Hvernig væri að Gísli Marteinn sækti um námslán meðan á námi hans stendur?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.8.2008 kl. 16:58

4 identicon

Guðlaugur Þór, Björn Bjarnason, ISG og margir fleiri hafa verið borgarfulltrúar samhliða því að vera þingmenn. Mjög algengt er að þingmenn séu einnig í bæjarmálum og þiggi laun fyrir setu í bæjarstjórnum. Mörg dæmi eru um borgarfulltrúa sem hafa litið á setuna í borgarstjórn sem hlutastarf.

Hvers á Gísli Marteinn að gjalda? Fyrst er honum refsað duglega fyrir að hafa ekki lokið við háskólaprófið sitt og nú á að refsa honum fyrir að vilja mennta sig og sinna hagsmunum borgarbúa á sama tíma.

Jón Baldur (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 17:44

5 identicon

Mikið vildi ég að ég gæti þegið laun hjá vinnustaðnum mínum, samt verið á námi erlendis en myndi mæta kannski tvo daga í mánuði. 

Starf borgarfulltrúa er fullt starf, þetta snýst ekki bara um að mæta á tvo fundi.  Hann vill bara eiga kökuna sína og borða hana einnig.  Svo má snúa þessu við ... hvernig á hann að fara að því að stunda framhaldsnám á háskólastigi samhliða því að vera í "fullu starfi" í öðru landi?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stefán, ef ég má?

Gísli, þú spyrð um tímalengd en gleymir prinsippinu, er það ekki? 

Kolbrún Hilmars, 21.8.2008 kl. 20:06

7 identicon

Ég sé þróunina alveg fyrir mér.  Á komandi árum koma borgarstjóri og borgarfulltrúar bara til með að dvelja á Spáni og í Karabíska hafinu og sækja fundi gegn um netið, hvort sem borgarstjórnar fundir eru eða aðrir nefndarfundir.. Og fá svo bara launin send þangað. Þeir geta jú verið í sambandi við alla þaðan.   Ekki satt???

Nei annars, kom on. Er ekki kominn tími á að setja stimpilklukku á liðið, og krefjast þess að menn vinni fyrir sínum launum. Siðferðið er ekki til hjá pólitíkusum lengur. Og ættu flokksforysturnar að skammast sín fyrir að hleypa þessu svona langt.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gísli: Ingibjörg Sólrún var í námsleyfi í nokkra mánuði og fór til Englands. Hún vék ekki sæti en kallaði reyndar inn varamann á þrjá fundi, ella mætti hún sjálf og ferðaðist á milli landa. Tímalengdin skiptir engu máli. Bæði Ingibjörg Sólrún og Gísli Marteinn hafa gert hið sama. Þú ættir frekar að velta prinsippinu fyrir þér en tímalengdinni Gísli minn.

Kolbrún: Takk kærlega fyrir gott komment.

Halla Rut: Hvaða afstöðu á að taka aðra? Á að banna borgarfulltrúum að fara í nám og sitja samhliða því fundi borgarstjórnar? Hvernig á að setja svona mörk?

Guðrún Magnea: Gísli Marteinn er borgarfulltrúi með skýrt umboð. Hann hefur fullan rétt á að ráðstafa sínu sæti eins og hann vill, ef hann vill ferðast á milli á fundi tvisvar í mánuði er það hans mál.

Arnór: Eðlilegt að velta siðferðinu fyrir sér. Líka eðlilegt að séu skiptar skoðanir. En ef það á að taka þetta fyrir á að setja mörk um setu borgarfulltrúa. Eitt á þá yfir alla að ganga, ekki bara einn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.8.2008 kl. 20:26

9 identicon

Að sjálfsögðu á sama yfir alla að ganga.

Mér virðist löngu orðið tímabært að setja strangar reglur um siðferði innan stjórnmála hér á landi alment. Bæði í landsmálum og bæjarstjórnar pólitík.

Það virðist orðið nokkuð algengt að menn gleymi fyrir hverja þeir eru jú að starfa.    Nefnilega almúgann, en ekki flokkana.    Þó svo að flokkarnir ættu sannarlega að veita sínu fólki meira aðhald í þessum málum. Eins og svo mörg dæmi sanna.    Og sýna gott fordæmi.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:47

10 Smámynd: haraldurhar

    Eg hef vanist við það að ef maður falast eftir skipsrúmi og er ráðinn, verði hann að fara á sjó til þess að fá laun, en ekki vera klár annað slagið að taka á móti endunum er í land er komið.

    Auðvitað réttlætir ekkert gerðir Gísla og ráðamanna Reykjavíkur, að hann fái laun frá Reykjavíkurborg fyrir vinnu er hann getur ekki sinnt sómasamlega, og mínum huga er það jafnvitlaust þó Ingibjörg Sólrún hafi gert slíkt hið sama, en eins og við vitum þá er nú ekki allt til fyrirmyndar er hún hefur sagt og gert.

   Það er líka óvirðing Gísla við kjörinn varaborgarfulltrúa, að halda henni frá störfum er hún var kjörinn til. 

  Það verður að vinda ofan af ósómanum er hér hefur viðgengist í stjórnsýslu hér á landi.  Mitt ráð til þín Stefán að þú takir annað slagið niður flokksgleraugun er þú skifar pistlana þína.

haraldurhar, 21.8.2008 kl. 21:04

11 identicon

Persónulega finnst mér það algjörlega siðlaust að Gísla Marteini að ætla sér að stunda nám erlendis en þykjast um leið geta sett sig inn á þau mál sem varða borgina.Vegið þau, metið og tekið til þeirra málegnalega afstöðu. Í ljósi stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni væri honum og ekki síður flokknum hollara að hann kallaði til varamann til að sinna störfum sem borgarfulltrúi á meðan hann einbeitir sér að náminu. Hvers vegna tekur Gísli Marteinn ekki bara námslán eins og tíðkast með þá sem kjósa að mennta sig í stað þess að láta borgina splæsa á sig? Það yrði aldrei tekið í mál hjá einkafyrirtæki að maður ætlaði sér að fara í nám erlendis og ætlaði að mæta í vinnuna 2-3 í mánuði en þiggja engu að síður óskert laun fyrir það. Hvers vegna í ósköpunum ættu borgarbúar að sætta sig við það að hafa í vinnu fyrir sig mann sem ekki ætlar að sinna starfi sínu nema að litlu leyti?

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 21:42

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður að vera sammála nafna minum þarna algjörlega/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.8.2008 kl. 00:16

13 Smámynd: Stefanía

Skil eki hvað fólk er dómhart þegar vindurinn blæs úr " andstæðri " átt. Ég þekki Gísla Martein ofboðlítið, sem bekkjarbróðir dóttur minar, hann var kjölfesta bekkjarins......hann er pottþéttur !

Stefanía, 22.8.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband