Traustur sigur strákanna - gullna stundin í augsýn

Sigri fagnað Þvílíkur dýrðardagur í íslenskri íþróttasögu... ef það er ekki þjóðhátíð núna veit ég ekki hvenær hún verður. Enn er maður eiginlega að ná áttum og trúa þeirri gullnu staðreynd að Ísland er tryggt á verðlaunapall á Ólympíuleikunum og hægt er að komast alla leið, jafnvel slá við sögulegum árangri Vilhjálms Einarssonar.

Landsliðið hefur með glæsilegri framgöngu sinni í Peking sýnt okkur að allt er hægt og ekki er útilokað að ná ólympíugullinu. Á góðum degi eigum við alveg að geta skellt Frökkum. Annars er mér svosem sama. Þetta er þegar orðin sögulegur árangur, einn sá glæsilegasti í sögu íslenskra íþrótta og allt er að vinna. Ekki er hægt að verða fyrir neinum skelli úr þessu.

Guðmundur þjálfari og strákarnir hafa fært þjóðinni ógleymanlega sæludaga á síðsumri. Fyrir mótið voru svo margir vissir um að þetta yrði enn einn bömmerinn og allt færi á versta veg. Í dag rústuðum við Spánverjunum og hefðum getað tekið þetta með tólf til þrettán mörkum. Spánverjar áttu aldrei vonarneista í þessum leik. Íslenska landsliðið var með þetta í hendi sér og var of gott fyrir bronsleikinn.

Nú er hægt að fara alla leið... vonandi tekst strákunum það. En sama hvað gerist á sunnudag, þetta er gullið augnablik. Þetta eru miklar hetjur. Þjóðin fylgir þeim alla leið og þeir verða hylltir sem sannar þjóðhetjur þegar þeir koma með gullið eða silfrið eftir helgina heim.

mbl.is Ein stærsta stund í íslenskri íþróttasögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband