Kapphlaupið um hver studdi landsliðið best

Óli Stef, Snorri Steinn og Guðjón Valur Mér finnst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hafa staðið sig vel sem í hlutverki sínu sem ráðherra íþróttamála á þessum Ólympíuleikum. Sérstaklega hefur hún verið flott í að tala upp handboltalandsliðið og hrósa þeim fyrir sitt góða verk síðustu dagana. Þetta á að vera hlutverk ráðherra íþróttamála, en ekki er sama af hversu mikilli innlifun þetta er gert.

Finnst því frekar skondið þegar Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, fer að velta því fyrir sér á bloggsíðu sinni hverjir styðji nú landsliðið best og virðist hefja einhverja bjánalega keppni á milli forsetahjónanna og Þorgerðar Katrínar um hvort þeirra styðji nú liðið betur. Finnst þetta nú frekar barnalegt og klaufalegt hjá Össuri. Báðir aðilar eiga hrós skilið fyrir að sýna liðinu stuðning og tala máli þess á örlagastundu, hvort sem það væri á vettvangi eða hér heima á Fróni, ekki síður þegar vel gengur en illa.

Veit ekki hvernig skal túlka bloggyfirlýsingar Össurar um hálfgerðan slag Dorritar forsetafrúar og Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra. Báðar hafa þær staðið sig vel og gert gott í sínum hlutverkum á þessum leikum. En skrýtið er að snúa því upp í einhverja keppni. Kannski hefði verið í lagi að tala svona um ferðalag Þorgerðar Katrínar til Peking í handboltaleikinn um gullið í morgun væri hún ráðherra annars málaflokks. En Þorgerður Katrín fór til að bakka upp liðið og vera fulltrúi ríkisstjórnarinnar á staðnum.

Varla þarf hún að keppa við aðra um athygli, hún fer sem ráðherra málaflokksins. Auk þess er Þorgerður Katrín nátengd handboltaforystunni. Eiginmaður hennar er einn sigursælasti handboltamaður íslenskrar íþróttasögu og var einn lykilmanna handboltaliðsins árum saman. Því er för hennar mjög skiljanleg og eiginlega ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvað Össuri gengur til með þessum skriftartiktúrum.

mbl.is Árangur Íslands skiptir miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú hafðir áður lýst hneykslan þinni á því að Forsetinn og Ráðherra íþróttamála færu til Peking á setningarhátíðina. Var það ekki óheppilegt af Þorgerði að fara út til þess að horfa á leikinn og taka þátt í lokaathöfninni? þetta var jú sýnt í beinni útsendingu í sjónvarpi allra landsmanna.  Erum við ekki sammála Stefán um að þau bæði (Þorgerður og Ólafur Ragnar) séu tækifærissinnar? ég held það bara.

Páll Jóhannesson, 25.8.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Verum nú ekki að gera mál úr örðum Össurar. Hann er nú bara fúll táfílukall sem fynnst gaman að því að skapa íllindu úr hamingju.

Fannar frá Rifi, 25.8.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Páll: Ég hef alls ekki skipt um skoðun með að ég vildi ekki Ólympíuleikana í einræðisríki. Það er hvorki Ólafi Ragnari né Þorgerði Katrínu að kenna. Skil þó betur að ráðherra íþróttamála fari. Veit þó ekki hlutverk forsetans í því. Forseti Íslands hefur aldrei áður farið á Ólympíuleika í sögu embættisins svo að það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvers vegna hann eiginlega fór.

Fannar: Algjörlega sammála.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.8.2008 kl. 11:46

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Stefán! við getum verið sammála með það að ólympíuleikana átti ekki að halda í einræðisríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Ég bara velti því aftur og aftur af hverju þú mismunar ráðamönnum í þessum máli. Ætti ekki eitt að ganga yfir alla? áttu ekki allir ráðamenn sama hvaða embætti þeir sinna að sitja heima? það held ég.

Páll Jóhannesson, 25.8.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband