Er komið að leiðarlokum hjá Óla Stef?

Ólafur Stefánsson Ég hafði það á tilfinningunni allan tímann meðan á úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking stóð að þetta væri kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar í landsliðinu. Þar sem við komumst ekki á HM í janúar er ekki nema von að spurt sé hvort hann verði í formi á næsta stórmóti og gefi þá kost á sér. Auðvitað vonum við það öll en verðum samt sem áður að velta fyrir okkur staðreyndum málsins.

Ólafur Stefánsson hefur verið burðarásinn í þessu liði, verið þar mikilvægasti hlekkurinn og leikið lykilhlutverk í frábærri liðsheild sem toppaði sig í ævintýrinu í Peking þar sem flestallt gekk upp. Við eigum öll Ólafi mikið að þakka, enda hefur hann verið stolt þjóðarinnar sem mikilvægasti maður landsliðsins árum saman og fyrirliði á stórmótum. Ekkert mun toppa þessa sigurstund í Peking, ævintýrið mikla, þar sem Ólafur var arkitektinn að árangrinum.

Ekki verður auðvelt fyrir þann sem tekur við fyrirliðabandinu af Ólafi að fara í fótspor hans, einkum og sér í lagi eftir þennan frábæra árangur í Peking. En maður kemur í manns stað. Kannski er kominn tími til að það verði kynslóðaskipti í forystunni, liðið þarf ávallt að endurnýja sig.

En við munum þó öll sjá eftir Ólafi. En sess hans í íþróttasögu landsins er og verður tryggður. Hann er einn af okkar bestu handboltamönnum fyrr og síðar.

mbl.is Kveðjuleikur hjá Ólafi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband