Margréti Sverris sagt upp - ólga hjá Frjálslyndum

Margrét Sverrisdóttir Margréti Sverrisdóttur, framkvćmdastjóra ţingflokks Frjálslynda flokksins og varaborgarfulltrúa flokksins, var sagt upp störfum seint í gćrkvöldi. Margrét er dóttir stofnanda Frjálslynda flokksins, Sverris Hermannssonar, fyrrum ráđherra og bankastjóra, og hefur veriđ framkvćmdastjóri flokksins frá stofnun og leiddi frambođslista flokksins í Reykjavík suđur í ţingkosningunum 2003. Henni er ađeins sagt upp störfum fyrir ţingflokkinn beint.

Greinileg ólga virđist innan Frjálslynda flokksins um stefnur og áherslur. Fylkingar hafa myndast ţar t.d. vegna innflytjendamála og deilur veriđ milli Margrétar og formanns og varaformanns flokksins um stöđu mála. Hefur henni og föđur hennar veriđ mjög uppsigađ viđ Jón Magnússon, formann Nýs afls, sem nýlega gekk til liđs viđ flokkinn, en Sverrir kallađi hann utanveltubesefa í Fréttablađsviđtali nýlega og sagđi honum og Magnúsi Ţór Hafsteinssyni til syndanna í viđtali í Silfri Egils um síđustu helgi.

Greinileg skil eru ađ verđa innan flokksins vegna innflytjendamálanna. Í viđtali viđ Morgunblađiđ segist hún ekki í vafa um ađ uppsögn sín stafi af ţví ađ hún hafi mótmćlt rasískum hugmyndum Jóns Magnússonar og ćtlar hún ađ leggja máliđ fyrir miđstjórn flokksins. Ţess má reyndar geta ađ Margrét er ritari flokksins og framkvćmdastjóri flokksheildarinnar allrar. Ţađ vekur ţví athygli ađ ţingflokkurinn treysti ekki flokksframkvćmdastjóranum fyrir stjórn mála hjá Frjálslyndum.

Er Frjálslyndi flokkurinn ađ klofna? Stórt er spurt, klofningsmyndunum ţar verđur vart neitađ úr ţessu altént.


mbl.is Margréti Sverrisdóttur sagt upp hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband