Áhugaverð samantekt um fasteignamál

Mér fannst mjög áhugavert að skoða umfjöllun Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur um fasteignamál á höfuðborgarsvæðinu hér á fréttavef Morgunblaðsins. Kemur með ágætt sjónarhorn á stöðuna. Óhætt er að fullyrða að þetta eru ekki gósentímar fyrir fasteignasala. Hér fyrir norðan höfum við séð breytinguna með því að fasteignaauglýsingar hafa minnkað í auglýsingamiðlum hér og hreyfing mun minni á fasteignum. Fyrir sunnan er ástandið mun verra auðvitað.

Stóru fasteignirnar hreyfast varla eins og fram kemur í þessari frétt og greinilegt að fólk minnkar við sig þegar á móti blæs, bæði fær sér sparneytnari bíl og hyggur ekki á mikil fasteignakaup. Betra er að vera áfram í sínum klassa en færast of mikið í fang við þessar aðstæður, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem helst má finna einkenni alvöru kreppu.

mbl.is Dýrasta og ódýrasta húsnæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband