Ráðist á lögguna - mun lögreglan fá rafbyssur?

Varla er að verða stórfréttir að heyra eða sjá umfjöllun um fjöldaátök eða að hinn og þessi hafi annað hvort verið barinn í klessu eða stunginn í skjóli nætur, eða jafnvel hreinlega verið drepinn. Árásir á lögreglumenn við skyldustörf eru mjög alvarlegt mál. Ofbeldið sem við heyrum sífellt meira um í fréttaumfjöllun verður sífellt grófara og verra. Gengið er alltaf lengra í grimmu ofbeldi og ekki hugsað um afleiðingar þess.

Ég yrði ekki hissa ef svo myndi fara að árásir á lögreglumenn að undanförnu verði notað sem helstu rökin, bæði af hálfu þeirra og stjórnvalda, fyrir því að vopnvæða lögregluna enn frekar og það er þegar augljós undiralda í þá átt nú þegar að lögreglan þurfi að fá rafbyssur til að verjast.

Hef ekki verið hlynntur því að lögreglan noti rafbyssur en það er ljóst að þeir sem ráðast að löggunni veita lögreglunni og þeim sem ráða þar för sterk rök fyrir máli sínu að taka upp þessi vopn.

mbl.is Réðust á lögreglu - fimm handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nákvæmleg, sorglegt hvernig fólk getur látið og sennilega er þetta akkútat það sem þeir sem vilja vopnavæðingu og stálin stinn þurftu til að tryggja það endanlega að lögreglan verði með Taiser á lofti fljótlega ef einhver er með múður.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.9.2008 kl. 12:23

2 identicon

Ég er alveg sammála þér Stefán - því miður er harkan í undirheimunum orðin slík og virðingaleysi, ekki bara gagnvart lögreglunni sem er þó okkar vörn gagnvart þessum lýð, heldur einnig gagnvart hinum almenna borgara - ég er orðinn þeirrar skoðunar að því miður komumst við ekki hjá því að vopnvæða lögregluna.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

nei þetta veitir þeim ekki rétt til að nota rafbyssur alls ekki,þessi prósenta að ráðist sé á lögreglumenn er svo litil að það er ekki neitt sem þetta gæti bygst á alls ekki/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.9.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Björgvin Jóhannsson

Einhvern veginn þarf að vernda lögregluþjónana okkar.  Í ljósi ótrúlega vægra dóma fyrir árásir á lögregluna við skyldustörf er ljóst að hvorki löggjafinn né dómstólar eru að standa sig í því.   Á meðan staðan er eins og hún er í dag styð ég eindregið þá hugmynd að lögreglan fái rafbyssur sem varnartæki.

Björgvin Jóhannsson, 7.9.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Jón Finnbogason

Best væri ef hætt yrði að styðja við bakið á glæpamönnum með því að leyfa þeim að græða á svartamarkaðsbraski með fíkniefni.

Það þarf ekki byssur til að handtaka barnaníðinga.

Jón Finnbogason, 7.9.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Er sammála því að herða viðurlög við hvers konar mótþróa við skyldustörf lögreglunnar.Álmenningur á að bera virðingu fyrir störfum lögreglunnar,þá aðeins getur hún veitt okkur þá vernd sem möguleg er.Víðast hvar í Evrópuríkjum fá þeir,sem veitast að lögreglu eða gegna ekki fyrirmælum hennar háar sektir eða fangelsisdóma.Í þeim efnum getum við tekið Breta og Þjóðverja til fyrirmyndar.

Lögreglan á að fá heimildir til að nota rafbyssur,en það þurfa að vera skýrar starfsreglur um meðferð þeirra utan eigin sjálfsvarna.

Kristján Pétursson, 7.9.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já skammbyssur líka....þeir verða jú að toppa glæpalýðinn, svo beyta þeir þessu í "nauðvörn" eins og sást þegar þeir notuðu gasið á áhorfendur við Olís í Norðlingaholtinu fyrir skömmu.

Síðan þarf glæpaklíkan að "verjast" lögguni með því að vopnvæðast betur en hún og síðan koll af kolli. 

Sverrir Einarsson, 7.9.2008 kl. 22:27

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Einhvern veginn þarf að vernda lögregluþjónana okkar"

 En hver ver borgarana fyrir lögreglunni....kann nokkrar ljótar en sannar sögur af ofbeldisfullum skíthælum innan lögreglunnar, einn fór að vísu til Írak skömmu eftir að hafa farið verulega illa með vinkonu mína ásamt félögum sínum í lögreglubíl fyrir nokkrum árum, og er þar vonandi ennþá,  gerir ekkert af sér hér á landi á meðan, annar var rekinn með skömm(ekki fyrir ofbeldið samt), en það þýðir ekki að þeir séu ekki til lengur í lögregluliðinu.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.9.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband