Stutt sigursæla Hamilton - ranglátur dómur

Lewis Hamilton Ég varð alveg gáttaður þegar ég heyrði að sigurinn í Spa-kappakstrinum hefði verið dæmdur af Lewis Hamilton, en ég horfði á kappaksturinn venju samkvæmt og hafði gaman af að sjá Hamilton taka þetta. Ætla rétt að vona að McLaren nái að snúa þessum dómi við.

Þetta er með umdeildari dómum í seinni tíma sögu Formúlunnar og á örugglega eftir að draga dilk á eftir sér. Hamilton var vonandi ekki of fljótur að taka tappann úr kampavínsflöskunni og fagna sigrinum. Verður allavega áhugavert að sjá hvaða niðurstaða kemur út úr áfrýjuninni.

Hamilton hefur sýnt og sannað að hann er traustur framtíðarmaður í Formúlunni. Var alveg ævintýralega skemmtilegt að fylgjast með honum á síðustu leiktíð. Hann tók heimsmeistarann Alonso á taugum innan síns liðs og varð mun betri en hann í gegnum leiktíðina.

Svo mikill varð titringurinn að Alanso allt að því hrökklaðist frá McLaren aftur til fyrri heimkynna og Hamilton ríkir í liðinu nú einn og óskoraður kóngur allt að því, rétt rúmlega tvítugur og gæti orðið yngsti heimsmeistari í sögu Formúlunnar.

mbl.is Sigur dæmdur af Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Fjárinn að ég missti af að horfa á þetta en fylgdist með formúlunni um tíma..Mér hefur oft fundist eins og Ferrari liðið vilji eiga fyrsta sætið sé bara einhverskonar hefð en annars á ég ekkert að tjá mig um þetta þar sem ég hef ekki fylgst með undanfarið....

Agný, 8.9.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Vona bara að þessum dóm verði snúið við því þetta byggist á huglægu mati hvað hann gaf Finnanum forskot í langann tíma aftur.

Ekki það að Þetta Benz lið sé mitt lið, bara það að ég held með Hamilton sem ökuþór og Ferrari sem liði og mér finnst að úrslit eigi ekki að ráðast á einhverjum klöugmálum fram og til baka.

Vonandi kemur hann til með að skifta um lið fljótlega og fara að aka fyrir Ferrari hehe. 

Sverrir Einarsson, 8.9.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband