8.9.2008 | 20:54
McCain nær forystu í baráttunni um Hvíta húsið
Á morgun eru átta vikur þar til forseti Bandaríkjanna verður kjörinn. Allar skoðanakannanir í dag gefa til kynna að John McCain hafi nú náð forskoti á Barack Obama í baráttunni um Hvíta húsið og hafi fengið trausta fylgissveiflu í kjölfar flokksþingsins og valsins á Söru Palin sem varaforsetaefni. Greinilegt er að valið á Palin hefur styrkt Repúblikanaflokkinn og hann er sameinaðri nú en lengi áður, jafnvel allt frá valdadögum Reagans forseta.
Fyrir nokkrum mánuðum töldu flestir stjórnmálaskýrendur að repúblikanar ættu enga möguleika á að vinna Hvíta húsið og jafnvel var talið formsatriði fyrir Barack Obama að klára þessar kosningar þegar hann náði loksins útnefningu demókrata í júníbyrjun eftir harðvítugan slag við Hillary Rodham Clinton. Sjálfur taldi ég að þessi slagur væri búinn í júnímánuði. Taldi að McCain myndi eiga erfitt með að velja varaforsetaefni sem gæti styrkt framboðið og hann myndi eiga erfitt með að berjast við stjörnuljóma Obama-fjölskyldunnar.
En með því að velja Palin hefur honum tekist að snúa dæminu við. Obama hefur ekki haft alvöru forskot um nokkuð skeið. Fyrir flokksþingið hafði dæmið meira og minna jafnast út en Obama fékk flokksþingssveiflu. Hún jafnaðist út ótrúlega hratt og lifði ekki af flokksþing repúblikana. Staðan er því þannig að báðir frambjóðendur fengu allt sem þeir gátu fengið út úr flokksþingum sínum og koma tiltölulega sterkir af velli. Clinton-hjónin lögðu þó meira á sig en Obama til að ná að sameina demókrata með því að bakka Obama upp í Denver.
Greinilegt er á könnunum að demókratar hafa þó ekki sameinast. Obama mistókst að nota sér tækifærið með því að velja Hillary sem varaforsetaefni. Hefur sennilega ekki talið sig þurfa á henni að halda til að sameina flokkinn. Valdi Biden til að hífa upp reynsluna. Eflaust átti Obama von á traustu varaforsetavali hjá McCain, allt var búið undir að það yrði annað hvort Pawlenty eða Romney. Þeir voru kjaftstopp þegar Sarah Palin var kynnt, höfðu ekkert auglýsingaefni tilbúið gegn henni og voru í vandræðalegri stöðu. Fyrst í stað leit út fyrir að fjölmiðlarnir myndu auðvelda þeim að ráðast á Palin og eftirleikurinn yrði auðveldari.
Þeir sáu þó ekki fyrir stjörnuframmistöðu Söru Palin í St. Paul. Þar kom hún til sögunnar sem pólitískt hörkutól, flutti trausta og flotta ræðu og svaraði hressilega fyrir sig. Hún tók flokksþingið með trompi og hefur nú náð ótrúlegum vinsældum, meiri en þeir sem hafa atast í slagnum í rösklega eitt og hálft ár. Hún hefur sannað sig og um leið styrkt McCain. Hann tók mikla áhættu með valinu á henni, en veðjaði rétt og hefur heldur betur dottið í lukkupottinn.
Fylgisaukning McCain eftir flokksþingið er meiri en ég átti von á. Í besta falli taldi ég að McCain myndi geta jafnað Obama eða vera prósenti undir. En hann hefur tekið forystuna. Misjafnt er þó vissulega hversu traust sú forysta er en hún mælist allsstaðar. Fjarri því er að úrslit í þessum forsetakosningum séu ráðin. Framundan eru forseta- og varaforsetakappræðurnar. Þær fyrstu eru föstudaginn 26. september. Þá fyrst hefst hinn alvöru lokasprettur baráttunnar.
Stjörnuglansinn virðist vera að gufa upp hjá Obama. Hann náði að sigra Hillary en hann hefur veðrast alveg gríðarlega upp á mjög skömmum tíma, loftið er farið að leka úr blöðrunni og tímaspursmál hvort honum takist að komast á leiðarenda með framboðið. Þetta er allt í mikilli óvissu og væntanlega ræðst þetta á því hvort honum tekst að fá Clinton-hjónin með sér. Hann á allt sitt að verulegu leyti undir henni og frammistöðu þeirra hjónanna.
Ég hef skoðað nokkrar umsagnir um baráttuna í dag eftir að kannanir tóku að sýna forskot John McCain í baráttunni um Hvíta húsið. Margir eru ósammála um slaginn en allir sammála um eitt: Barack Obama gerði gríðarleg mistök með því að velja ekki Hillary sem varaforsetaefni. Hann hefði getað skotið niður þann möguleika að McCain myndi velja konu með því að taka Hillary með sér og slegið margar flugur í einu höggi. En hann gerði það ekki.
Vel má vera að Barack Obama fari með Hillary með sér hringferð um Bandaríkin til að tala upp kvennafylgið í baráttunni gegn konunni sem getur orðið fyrsti kvenkyns varaforseti Bandaríkjanna. En Hillary er ekki í framboði. Hann treysti henni ekki fyrir varaforsetahlutverkinu og vildi ekki hafa hana með sér; ofmat með því styrk sinn og vanmat John McCain. Kannski verður sú ákvörðun honum að falli.
Fyrir nokkrum mánuðum töldu flestir stjórnmálaskýrendur að repúblikanar ættu enga möguleika á að vinna Hvíta húsið og jafnvel var talið formsatriði fyrir Barack Obama að klára þessar kosningar þegar hann náði loksins útnefningu demókrata í júníbyrjun eftir harðvítugan slag við Hillary Rodham Clinton. Sjálfur taldi ég að þessi slagur væri búinn í júnímánuði. Taldi að McCain myndi eiga erfitt með að velja varaforsetaefni sem gæti styrkt framboðið og hann myndi eiga erfitt með að berjast við stjörnuljóma Obama-fjölskyldunnar.
En með því að velja Palin hefur honum tekist að snúa dæminu við. Obama hefur ekki haft alvöru forskot um nokkuð skeið. Fyrir flokksþingið hafði dæmið meira og minna jafnast út en Obama fékk flokksþingssveiflu. Hún jafnaðist út ótrúlega hratt og lifði ekki af flokksþing repúblikana. Staðan er því þannig að báðir frambjóðendur fengu allt sem þeir gátu fengið út úr flokksþingum sínum og koma tiltölulega sterkir af velli. Clinton-hjónin lögðu þó meira á sig en Obama til að ná að sameina demókrata með því að bakka Obama upp í Denver.
Greinilegt er á könnunum að demókratar hafa þó ekki sameinast. Obama mistókst að nota sér tækifærið með því að velja Hillary sem varaforsetaefni. Hefur sennilega ekki talið sig þurfa á henni að halda til að sameina flokkinn. Valdi Biden til að hífa upp reynsluna. Eflaust átti Obama von á traustu varaforsetavali hjá McCain, allt var búið undir að það yrði annað hvort Pawlenty eða Romney. Þeir voru kjaftstopp þegar Sarah Palin var kynnt, höfðu ekkert auglýsingaefni tilbúið gegn henni og voru í vandræðalegri stöðu. Fyrst í stað leit út fyrir að fjölmiðlarnir myndu auðvelda þeim að ráðast á Palin og eftirleikurinn yrði auðveldari.
Þeir sáu þó ekki fyrir stjörnuframmistöðu Söru Palin í St. Paul. Þar kom hún til sögunnar sem pólitískt hörkutól, flutti trausta og flotta ræðu og svaraði hressilega fyrir sig. Hún tók flokksþingið með trompi og hefur nú náð ótrúlegum vinsældum, meiri en þeir sem hafa atast í slagnum í rösklega eitt og hálft ár. Hún hefur sannað sig og um leið styrkt McCain. Hann tók mikla áhættu með valinu á henni, en veðjaði rétt og hefur heldur betur dottið í lukkupottinn.
Fylgisaukning McCain eftir flokksþingið er meiri en ég átti von á. Í besta falli taldi ég að McCain myndi geta jafnað Obama eða vera prósenti undir. En hann hefur tekið forystuna. Misjafnt er þó vissulega hversu traust sú forysta er en hún mælist allsstaðar. Fjarri því er að úrslit í þessum forsetakosningum séu ráðin. Framundan eru forseta- og varaforsetakappræðurnar. Þær fyrstu eru föstudaginn 26. september. Þá fyrst hefst hinn alvöru lokasprettur baráttunnar.
Stjörnuglansinn virðist vera að gufa upp hjá Obama. Hann náði að sigra Hillary en hann hefur veðrast alveg gríðarlega upp á mjög skömmum tíma, loftið er farið að leka úr blöðrunni og tímaspursmál hvort honum takist að komast á leiðarenda með framboðið. Þetta er allt í mikilli óvissu og væntanlega ræðst þetta á því hvort honum tekst að fá Clinton-hjónin með sér. Hann á allt sitt að verulegu leyti undir henni og frammistöðu þeirra hjónanna.
Ég hef skoðað nokkrar umsagnir um baráttuna í dag eftir að kannanir tóku að sýna forskot John McCain í baráttunni um Hvíta húsið. Margir eru ósammála um slaginn en allir sammála um eitt: Barack Obama gerði gríðarleg mistök með því að velja ekki Hillary sem varaforsetaefni. Hann hefði getað skotið niður þann möguleika að McCain myndi velja konu með því að taka Hillary með sér og slegið margar flugur í einu höggi. En hann gerði það ekki.
Vel má vera að Barack Obama fari með Hillary með sér hringferð um Bandaríkin til að tala upp kvennafylgið í baráttunni gegn konunni sem getur orðið fyrsti kvenkyns varaforseti Bandaríkjanna. En Hillary er ekki í framboði. Hann treysti henni ekki fyrir varaforsetahlutverkinu og vildi ekki hafa hana með sér; ofmat með því styrk sinn og vanmat John McCain. Kannski verður sú ákvörðun honum að falli.
Forsetaslagurinn hafinn af fullum krafti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þessari góðu grein þinni Stefán Friðrik/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 8.9.2008 kl. 23:33
Ég er að fara á mitt fyrsta pólitíska rally á miðvikudaginn með McCain og Sara Pailin. Obama vildi breytingar og hann hefur svo sannarlega fengið þá ósk uppfyllta, nefnilega Söru Pailin. Ekki það sem hann hafði í huga, en breytingar fékk hann. Sara Pailin heillar þjóðina upp úr skónum hvar sem hún fer. Hún er að verða að súper stjörnu forseta kosninganna. Verður gaman að sjá Söru Pailin á miðvikudaginn.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 9.9.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.