Flóttafólk á Skaganum - allir læri sína lexíu

Flóttafólkið komið til ÍslandsÁnægjulegt er að sjá að flóttafólkið fær góðar móttökur á Akranesi eftir þá pólitísku ólgu sem var vegna komu þeirra fyrir nokkrum mánuðum. Ætla rétt að vona að allir hafi lært sína lexíu á þessu máli og séð hversu rétt þessi ákvörðun var, bæði þá og nú.

Akranes hefði litið afkáralega út í íslensku samfélagi hefði það afþakkað að taka þátt í þessu verkefni. 6000 manna sveitarfélag hefði þá orðið að athlægi þegar mörg mun minni sveitarfélög hefðu gert hið sama, með mjög skömmum fyrirvara og leyst verkefnið mjög vel. Þarna var spurt um hvort Akranes gæti það sama og mun minni sveitarfélög.

Sú pólitíska mannvonska sem sumir sýndu í þessu máli gleymist varla í bráð. En ég vona að allir hafi lært af þessu. Þarna er um að ræða konur með börn sín og ég held að það pólitíska moldviðri sem sumir á Skaganum reyndu að þyrla upp hafi skaðað aðallega þá sem hæst létu. En þeir vonandi átta sig á því að það verður að sýna kærleika í þessum heimi til að vera metinn einhvers.


mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á sínum tíma þegar þetta mál kom upp hér á Akranesi að þá lágu litlar sem engar upplýsingar fyrir. Eflaust má segja að margir á Skaganum hafi hlaupið á sig með sínum viðbrögðum.

Síðar komu allar upplýsingar fram og stuttu síðar virtist enginn á Akranesi hafa nokkuð á móti komu þeirra. Einnig í kringum "yfirtöku" Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórninni og þegar Frjálslynda flokknum var sópað út með flokkaflakki þeirrar sem leiddi listann hér á Skaganum og núverandi Sjálfstæðiskonu. Það fór illa í marga og situr enn í mörgum, m.a mér.

Skagamenn taka vel á móti þessu fólki og gerum það með sóma.

En ég sé enga ástæðu til að hengja Magnús Þór og Frjálslynda flokkinn á Akranesi. Ég veit að margir af þeim sem gagnrýndu komu fólksins og hvernig staðið var að þeim málum, hafa verið duglegir við undirbúning f. komu fólksins, og t.d gefið föt og húsgögn.

Ég held að við ættum frekar að fagna komu fólksins og reyna að hjálpa þeim, með öðrum hætti en að fara að rifja upp hvað hver sagði og hvenær.  Og sleppa því að gera þetta að pólítísku máli.

Einar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband