Árni leggur ekki í að kæra Agnesi

Árni Johnsen Ekki kemur að óvörum að Árni Johnsen, alþingismaður, hafi hætt við að höfða mál gegn Agnesi Bragadóttur, blaðamanni, og leggi í að fara með það fyrir dómstóla. Hann hafði mjög veikt mál í höndunum og tók skynsömustu ákvörðunina í stöðunni. Vissulega er það virðingarvert að Árni taki þessa afstöðu á þessum tímapunkti, bakki með málið áður en lengra var haldið.

Ég var hjartanlega sammála margfrægum yfirlýsingum Agnesar. Fannst þær eðlilegar í ljósi Moggagreinar Árna um Baugsmálið í sumar. Sú grein var sorgleg að öllu leyti. Enda er greinilegt að flestir sjálfstæðismenn skammast sín fyrir þennan þingmann og hvernig hann kemur fram. En þessi ákvörðun er hans skynsamasta í mjög langan tíma og hlýtur að styrkja hann að einhverju leyti. Frekari málarekstur hefði ekki gert honum sjálfum neitt gott.

Pólitísk staða Árna er ekki beysin. Honum hefur ekki verið treyst fyrir trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að flokksmenn í Suðurkjördæmi völdu hann á þing en felldu hann síðar um sæti á kjördegi. Hann hefur verið utangarðsmaður í þingflokknum. Var ekki treyst fyrir formennsku eða varaformennsku í þingnefndum á kjörtímabilinu, né öðrum embættum, þó hann hafi átt fjórtán ára þingferil áður að baki er hann sneri aftur á þing.

Árni hefur strikað sig út í þjóðmálaumræðunni og hefur jafnmikil eða minni pólitísk áhrif og óbreyttir stjórnarandstöðuþingmenn. Sjálfstæðismenn eru ekki sáttir við endurkomu hans og munu aldrei sætta sig við að hann hafi komist aftur á þing. Held að sagan muni dæma endurkomu hans á þing sem mistök og mér finnst forysta flokksins hafa fellt þann dóm vel með því að velja Árna ekki til neinna trúnaðarstarfa.

mbl.is Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við ekki sammál Stefán Friðrik,Arni tók út sinn dóm og fékk uppreisn æru /Af hverju ekki að njóta sammælis,það eru ekki allir sjálfstæðismenn svona þyngjandi eins og þið sem eruð svona heilagir að meiga ekki vamm ykkar vita,það eru margir sem þá væru ekki gjaldgengir!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.9.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Árni er orðinn svo skíthræddur núna  að hann þorir ekki að gera eða segja neitt nema fá leyfi til þess (sennilega úr Valhöll).

Voru það ekki "vinir" hans sem hvöttu hann (voru að tékka á hvað mikið fífl hann í raun væri) til að fara í mál!!!

Var það svo ekki lögfræðingurinn hanns sem ráðlagði honum að hætta við þetta?

Árni hafði nefnilega oppnað kjaftinn án þess að fá samþykki og afleiðingarnar vita allir sem hafa fylgst með honum.

Eins og allir vita þá vantaði ekki stórkallakjaftinn á hann þegar hann var að lýsa því yfir að hann ættlaði í málaferlin.

Svo hefur einhver togað í spotta og bent karluglunni á hvað þetta væri í raun heimskulegt.

Og ekki vantar skrúðmælgið í yfirlýsinguna frá honum .....en hann er fyrir mér alveg sami fyrrv. Kvíabryggjuíbúinn og sauðurinn eftir sem áður. Hef ekki nokkra trú á að hann verði kosinn á þing aftur án kröftugra mótmæla úr Valhöll..........tja nema ef vera skyldi að þetta sé eina leið Vestmanneyinga að  tryggja það að hann verði sem minnst úti í eyjum hehe. 

Sverrir Einarsson, 9.9.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta var mjög skynsamleg ákvörðun hjá Árna og kanski það eina rétta í stöðunni. Þessi málarekstur hefi minnkað hann enn meir.

Óðinn Þórisson, 9.9.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Dunni

Hvernig komst Árni aftur á þing?

Var það ekki með dyggri hjálp Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, sem veitti honum uppreist æru með þeim hætti að ekki finnast dæmi um slíkar gjörðir í sögiu lýðveldisins.   Björn er jú Sjálfstæðismaður og varla skammast hann sín fyrir að hafa Árna í þingflokknum.

Voru það svo ekki sjálfstæðismenn sem völdu kappann á þing. Varla skammst þeir hinir sömu sín fyrir það.

Árni Johnsen er bara einn bautasteinn ærunnar í sjálfstæðisflokknum.  Spegilmynd heiðursmannanna í þingflokknum.

Dunni, 9.9.2008 kl. 18:29

5 identicon

Hann hafði afskaplega hæpið mál í höndunum og hefði orðið að athlægi þegar hann hefði tapað málinu og eftir stæði að það væri í lagi að kalla hann þau ljótu orð sem Agnes kallaði hann.

Ég hins vegar skil ekki hvers vegna Sjálfstæðismenn réru að því öllum árum og fengu loks í gegn í fjarveru forseta Íslands að Árni fengi uppreist æru. Það gat hvaða hálfviti séð það fyrir að Árni Johnsen myndi ekki sjá neitt athugavert við það að hann tæki sæti á þingi á ný. Hann myndi fara í framboð ef hann hafði uppreista æru og það eina sem héldi honum frá framboðslista væri sú staðreynd að hann hefði ekki uppreista æru. Þetta er allt saman í meira lagi undarlegt því eins og hefur komið á daginn virðist enginn í þingflokk sjálfstæðismanna vilja hafa þennan mann í sínum félagsskap vegna fortíðar hans.Ég er viss um að Sjálfstæðisflokkurinn var sá flokkur sem tapaði mestu fylgi á þeirri staðreynd Árni var á þeirra framboðslista fyrir síðustu alþingiskosningar.En Sjálfstæðismenn geta aðeins sjálfum sér um kennt, það voru jú þeir sem skutu sig í fótinn með því að stuðla að því að Árni fékk uppreista æru.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:09

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta var ekkert veikara mál en t.d. "Bubbi Fallinn" málið.  Sterkara, ef eitthvað er.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.9.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Það var Björn Bjarnason,sem stóð fyrir því að Árni fengi uppreisn æru.Samskipti þeirra þegar Björn var menntamálaráðhr.og Árni form.framkvæmdanefndar Þjóðleikshússins tengdi þá mjög föstum böndum.Árni hefur alltaf síðan nýtt sér veika stöðu Björns frá þeim tíma.

Það hefði verið óneitanlega gaman að sjá Agnesi ganga frá Árna og rífa upp allt illgresið í kringum hann.Sjálfsagt hefur Björn Bjarnason haft vit fyrir Árna og sagt honum hætta við málaferlin,þar gæti verið höggvið of nálægt honum sjálum.Mér finndist að Agnes ætti nú að kæra Árna fyrir alt skítkasið og grafa hann í eign for.

Kristján Pétursson, 9.9.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband