Svekkjandi tap - afspyrnulélegur dómari

Tapið gegn Skotum í landsleiknum í kvöld var mjög svekkjandi, enda var landsliðið að gera marga ágætis hluti en tókst einhvern veginn ekki að klára dæmið. Skotarnir sigruðu því íslenska liðið, rétt eins og í eftirminnilegum leik fyrir sex árum að mig minnir. Meira virðist vera talað um skotapilsin og hina margfrægu gleði í Skotunum heldur en boltann síðustu dagana. Settu greinilega svip á borgina.

Fúlt er að hafa ekki náð stigunum þremur í kvöld, en mér finnst liðið samt vera á réttri leið undir forystu Ólafs Jóhannessonar. Þurfum svosem ekkert að örvænta. Fannst þeir gera margt alveg ágætlega og þeir virkuðu samstilltari en lengi áður á síðustu árum. Liðið getur kennt sér um að hafa ekki landað sigri, en vonandi nær það að smella saman á næstunni.

Dómarinn í kvöld var skelfilega dapur. Svei mér þá ef þetta er ekki versti dómari sem hefur dæmt landsleik hérlendis til þessa. Skelfilegt að standardinn í dómgæslunni sé ekki meiri.


mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband