Var John Lennon skotinn í Paul McCartney?

john-paul Um fátt hefur meira verið talað en útgáfu bókar þar sem gefið er í skyn að John Lennon hafi verið ástfanginn í Sir Paul McCartney og á milli þeirra hafi verið meira en bara vinasamband. Dregin er upp sú mynd af Lennon að hann hafi verið bæði tvíkynhneigður, meira að segja viljað kynferðislegt samband með móður sinni.

Þvílíkar flækjur. Skil ekki hversvegna þetta er rætt þrem áratugum eftir morðið á Lennon. Hafði reyndar aldrei heyrt að á milli Lennon og McCartney hafi verið annað en vinasamband út frá tónlist og gamalgrónum kynnum. Vissulega eru stórtíðindi hafi verið eitthvað meira en er það ekki hlutur af fjarlægri fortíð.

Stóra spurningin hlýtur að vera hvort Yoko Ono og Paul McCartney fái lögbann á bókina. Yoko hefur passað mjög vel upp á arfleifð Lennons og reynt að koma í veg fyrir að nokkuð umdeilt hafi verið birt um hann.

Eflaust var John Lennon mjög flókin persóna. Snillingar eru oftast misskildir og margflóknir. Væntanlega verður sagan á bakvið meistara Lennons aldrei sögð að fullu.

Umfjöllun um bókina

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hef reyndar heyrt ávæning af þessum pælingum áður.  Stóra spurningin hlýtur nú samt að vera:

Var Lennon ekki geimvera ?  Og þar með tímaflakkari, sem átti m.a. í eldheitum ástarsamböndum við t.d. njósnakvendið Mötu Harí,  Atla Húnakonung og Katrínu miklu, keisaraynju Rússa ?

I think we should be told... 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvaða rugl er þetta; skotinn í? Nei, hann girntist hann

Ragnhildur Kolka, 13.9.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Var Lennon ekki skotinn í brjóstið  ?

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég er með netta Bítla-dellu.  Hún lýsir sér þannig að ég sem barn fylgdist með því þegar Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið og bókstaflega stokkuðu upp viðhorfum til tónlistar og svo mörgu öðru:  Hárgreiðslu,  klæðaburði og hugsunarhætti að mörgu leyti.  Bítlarnir voru leiðandi í því sem varð hippahreyfing og ýmsu sem hippahreyfingin stóð fyrir.

  Ég er ekki blindaður af aðdáun á Bítlana.  Margt sem þeir gerðu var barn síns tíma.  En Bítlarnir voru samt sem áður snillingar á mörgum sviðum.  Blaðamannafundir þeirra voru eins og "Best of Spaugstofan og Tvíhöfði" í einum pakka.  Einstaklega fyndnir og orðheppnir.

  Einhverra hluta vegna les ég allar bækur um Bítlana sem ég kemst yfir.  Ég á eftir að lesa þessa. 

  Í eldri bók um Lennon hefur því verið haldið fram að hann hafi verið skotinn í Stu Sutcliffe,  bassaleikara Bítlanna sem dó í Þýskalandi.  Í bók eftir Albert Goldman er því haldið fram að Lennon og umboðsmaður Bítlanna,  Brian Epstein,  hafi átt í ástarsambandi.

  Paul McCartney hefur fullyrt í viðtölum að Lennon hafi verið opinskáasta persóna sem hann hafi kynnst.  Ef Lennon hafi verið bisexual þá hefði hann verið fyrstur manna til að opinbera það og gerst baráttumaður fyrir samkynhneigð.  Þeir Bítlapiltar deildu saman þröngum rúmum á Þýskalandsárunum og það hefði ekki farið framhjá neinum ef Lennon hefði haft hneigð til stráka.  Lennon upplýsti að Brian Epstein fróaði honum eitt sinn fullum og dópuðum þegar þeir dvöldu á Spáni.  Lennon orðaði það þannig að þeir hafi næstum því hommast. 

  Hitt er auðvelt að oftúlka að Lennon hafði ætíð sjúklega þörf fyrir að tengjast nánum tilfinningaböndum einhverri manneskju.  Það hefur verið rakið til þess að hann upplifði í æsku höfnun frá föður sínum og móður.  Þegar Lennon kynntist mömmu sinni um fermingaraldur límdi hann sig utan á hana.  Svo var hún keyrð niður af fullum lögreglumanni.  Þá límdi hann sig utan á Stu.  Hann dó vegna heilaskaða sem hann hlaut í slagsmálum sem Lennon átti upptök á við karlagengi.  Næst límdi hann sig utan í Brian Epstein sem framdi sjálfsmorð.  Næst límdi hann sig utan á Yoko.   

Jens Guð, 14.9.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Dunni

Matthías byrtir dagbækur sínar þessar vikurnar og nú kemur Philip Norman með bókina sína um Lennon.  Reyndar hefur Norman skrifað ósköpin öll um Bítlana og hefur þótt nokkuð vandvirkur sem Bítlarithöfundur.  Það er því ekki ástæða til að afsrkifa það með öllu sem hann skrifar um kynhneigð Lennons. 

Lennon hafið afar sérstakt samband við "Eppy" sem yfirlýstur hommi og fór ekkert leynt með það er á leið. Þá var samband Lennons og hins tvíkynhneigða David Bowie talið sérstakt.  Fleiri dæmi er hægt að nefna en það er óþarfi núna.

En það er deginum ljósara að Lennon hefur verið afar flókin persóna. Margir lýsa honum sem algerum skíthæl meðan nánustu vinir hans þekktu betur til hans mýkri hliða.

En óumdeilanlegt að á ákvenum tímapunkti var Lennon frábær listamaður. 

Dunni, 14.9.2008 kl. 07:42

6 identicon

Var hann ekki skotinn í New York?

þg (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:40

7 identicon

Hvað er betra en að slúðra um kynlíf Lennons til að selja þessa afurð?

viðar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

. Eins og ég skil samskipti  þessara félaga þá voru þeir fyrst og fremst góðir vinir. Merkilegt að þær tröllasögur gangi enn þann dag í dag um menn sem eru fyrst og fremst miklir félagar að þeir séu ástfangnir af hvorum öðrum. 

 Það koma alltaf upp svona froðukenningar upp öðru hvoru sem engin fótur er fyrir.  

Brynjar Jóhannsson, 14.9.2008 kl. 13:54

9 Smámynd: Ragnheiður

Þetta slær mig sem auglýsingabrella til að selja bókina fyrirfram...en janfvel þó þetta væri sannleikur þá skiptir þetta ekki nokkru máli fyrir neinn nema til slúðurs.

Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband