Lifandi eða dauður á leiðtogastóli?

Kim Jong-Il Ekki er hægt annað en vorkenna almennum þegnum þeirra þjóða sem vita ekki hvort leiðtogar þeirra eru lífs eða liðnir og er haldið algjörlega frá sönnum upplýsingum um heilsufar þeirra. Besta dæmið um þetta nú er Kim Jong-Il, en svipað mátti upplifa varðandi Fidel Castro, fyrrum forseta Kúbu, sem hefur varla sést opinberlega í tvö ár og er farinn að heilsu. Svona laumuspil felur aðeins í sér algjöra óvissu stjórnvalda um stöðu leiðtogans.

Oftast nær sjáum við svona í hörðum einræðisríkjum, þar sem ægivaldi eins manns er beitt með persónu hans. Þegar leiðtogarnir verða hrumir er ægivaldinu frekar beitt úr fjarska en með því að sýna þá, enda myndi það grafa undan valdinu sem fylgir persónunni. Annars er svona sjónarspil með dauðvona eða heilsuveila leiðtoga orðið erfitt í framkvæmd í þeirri nútímafjölmiðlun sem við lifum í. Auðveldara er að afhjúpa svona feluleik.

Ég veit ekki hvort rétt er að Kim Jong-Il hafi verið dauður í fimm ár og tvífari hans í raun verið eins og dúkka í hlutverki mannsins með valdið. Illt er fyrir eina þjóð að lifa við það sé það í raun satt. En hitt er ljóst að þessi leiðtogi er kominn að fótum fram. En hefur Kim Jong-Il nokkru sinni verið sterkur leiðtogi?

Hann hefur fyrst og fremst verið framlengingarsnúra á veldi föður síns, sem lést fyrir tæpum fimmtán árum. Hann hefur hvorki verið vitsmunavera eða sterk leiðtogaímynd fyrir þjóð sína. Hann hefur aðeins gengið í hlutverk föðurins við að kúga heila þjóð.

mbl.is Kim veiktist í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég verð nú að segja að mér brá nú eiginlega þegar ég las fyrirsögnina. Ég hélt að þú værir að tala um vorn ástkæra leiðtoga Geir Hilmar, því að sumt af þessum lýsingum þínum á allt og mikið við um hann, kannski ekki sumt allavega eitthvað úr síðustu málsgreininni. Og þessi kostulega ræða hans í Valhöll nú um helgina toppaði nú allt þegar hann vildi fara að endurvekja kalda stríðið. Ég hélt nú að við þyrftum nú eitthvað annað frá leiðtogum okkar á þessum síðustu og verstu tímum en svona uppvakninga.

Gísli Sigurðsson, 14.9.2008 kl. 23:03

2 identicon

Spurning hvort betra er að sitja dauður á valdastóli en að sitja þar ekki.

dittó (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband