Skemmtun eða mannleg grimmd?

Skemmtanalífið er ekki alltaf skemmtun í gegn. Fáar eru þær orðnar helgarnar þar sem ekki eru fréttir af því að annað hvort hafi einhver verið stunginn eða barinn í klessu, annaðhvort í heimahúsi eða skammt frá skemmtistöðunum. Misjöfn er orðin merking skemmtanalífsins. Fréttir af líkamsárásum eru ekki lengur einstakt fyrirbæri, heldur mjög algengt að því ljúku með grimmu ofbeldi.

Kannski er þetta þróun að erlendri fyrirmynd að við berum ekki virðingu fyrir öðru fólki í samfélagi okkar og hugsum ekki út hlutina í gegn í ölæðinu. Er virðingarleysið orðið algjört? Því miður er ekki hægt annað en hugsa þannig. Hvers vegna gerist enda svona nokkuð nema að eitthvað stórlega sé að? Þetta er grimmd og mannvonska af verstu sort.

mbl.is Blóðug árás í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndalegur skratti, sem þú hefur málað þarna á vegginn. Gott að hann er bara mynd en ekki í alvöru.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband