Peningahítin Nyhedsavisen

Ekki er hægt að segja annað en allt sem tengist Nyhedsavisen hafi endað sem hin mesta sorgarsaga. Tilraunin til að flytja hugmyndina á bakvið Fréttablaðið út endaði öðruvísi en ætlað var. Greinilegt er að hver vísar nú á annan um hvern eigi að draga til ábyrgðar fyrir tilraunina og endalokin margfrægu. Þeir sem urðu fyrir mestu áfallinu hér líta flestir til Morten Lund.

Nýjasta innleggið um að Lund hafi verið fenginn til að keyra blaðið í þrot og stöðva það af vekur vissulega athygli. Sú spurning sem hefur þó verið lengst í huga mér þegar hugsað er til Nyhedsavisen er þó sú hvert allir peningarnir voru sóttir sem enduðu í þessari miklu fjármunahít. Var viðskiptavitið til staðar þegar þessi för var planlögð?


mbl.is Grunuðu Lund um græsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Það má án efa spyrja margra spurninga hér sem annars staðar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.9.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verða ekki margir grunaðir um græsku eftir tíðindi úr fjármálaheiminum nú í dag og næstu daga?

Árni Gunnarsson, 15.9.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband