Hryllingsfréttir á markaðnum

Sama er hvert litið er, allsstaðar eru fyrirtæki í erfiðleikum. Þeir eru þó mismiklir og erfitt að átta sig á því hversu slæm staðan er, þó vel sé ljóst að hún muni varla batna bráðlega. Ég vorkenni eiginlega mest Sindra á Stöð 2 að þurfa að mæta á hverjum degi með þessar hryllingsfréttir sem markaðsmálin eru og reyna að brosa meðan þær eru lesnar. Varla skemmtilegt verkefni.

Þegar traustar stoðir eins og Nýsir eru farnar að gefa sig er eðlilegt að spyrja sig hvaða fyrirtæki eigi góða daga í þessu mótstreymi. Fylleríið er svo sannarlega búið og timburmennirnir verða svæsnir í haust og sennilega mestallan vetur hið minnsta.

mbl.is Nýsir á barmi gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kíktu á tilurð Nýsis og skoðaðu svo, hvernig því fyrirtæki var ætlað að lifa á leigutekjum og svo hvaðan þær leigutekjur áttu að koma.

Niðurstaðan er að líkum svipuð og hjá mér, þegar ég leit yfir sviðið.

ÞEir sem bjuggu til modelið ætluðu hinu opinbera, með einum eða öðrum hætti að standa undir fjárfestingum fyrirtækisins. 

Þetta sjá allir sem sjá vilja.  Skólahúsnæði, íþróttamannvirki og þessháttar.

Sumir töldu sig vita (enda innistæða fyrir þeirri skoðun) að menn kynnu á hugsunarhátt og veikleika í rekstri sveitafélaga og hvernig uppgjör þeirra líur út í ritum sambands Sveitafélaga.

Kíktu sjálfur, líttu aftur um svona 9 til 12 ár.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.9.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Púkinn

Hvaða fyrirtæki eiga góða daga?  Þau sömu og voru við það að leggja upp laupana fyrir ári síðan.   Skuldlaus fyrirtæki sem byggja á útflutningi - hafa tekjurnar í dollurum og evrum en útgjöldin í krónum.  Síðasta ár var erfitt þessum fyrirtækjum, því vegna fáránlega sterkrar krónu voru þau einfaldlega ekki samkeppnisfær við erlenda keppinauta, en þau sem lifðu af eru barasta að gera það gott núna.

Púkinn, 17.9.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband