Röggsemi á borgarstjóravakt

Hanna Birna Kristjánsdóttir Mér finnst Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafa farið vel af stað í embættisverkum sínum. Mikilvægt var að borgarbúar fengju borgarstjóra með traust umboð og gott bakland að baki sér í stað þess veikleika og sundrungar sem einkenndi verk Ólafs F. Magnússonar á þeim rúmu 200 dögum sem hann var borgarstjóri.

Hanna Birna er röggsöm og afgerandi í verkum sínum, eins og sést hefur af framgöngu hennar að undanförnu. Mjög sniðugt er hjá henni að fara í heimsókn í stofnanir borgarinnar, ræða við fólk og taka þátt í starfinu þar. Þessi símsvörun er kannski ekki langtímaverkefni en bara það að taka þessi verkefni að sér gerir það að verkum að borgarstjórinn virkar ekki eins og fjarlæg toppfígúra.

Mér finnst Hanna Birna vera traustasti borgarstjórinn sem setið hefur við völd á þessu kjörtímabili. Vonandi mun henni takast að færa borginni styrka og afgerandi stjórn til að taka á lykilmálum. Mikilvægt er að glundroðaskeiðinu ljúki og hægt verði að hugsa um annað en reyna að halda völdum. Síðustu tólf mánuðir hafa verið niðurlægingartímabil fyrir borgarstjórn Reykjavíkur en vonandi eru betri tímar í vændum.

Ef Hanna Birna heldur áfram á þessari braut er ég viss um að henni mun takast að snúa vörn í sókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Verkefnið verður ekki einfalt en allir sjálfstæðismenn í borginni hljóta að vera ánægðir með að hafa eignast traustan og afgerandi forystumann sem leiðir hópinn af röggsemi og krafti.

mbl.is Símadama á borgarstjóralaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki ertu að segja mér að þú sért að falla fyrir stöntinu. Hélt þú gætir séð í gegn um svona þunnan krystal. Hefði hún gert þetta nafnlaust með því að taka upp annað nafn, hefði hún fengið rétt viðbrögð hringjenda og þeirra sem hún hafði samband við. Svona fékk hún auðvitað silkihanskameðferð. Það að kalla til pressuna opinberar þetta sem ódýrar atkvæðaveiðar.

Villi Asgeirsson, 18.9.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband