Davíð greinir stöðuna og talar tæpitungulaust

Davíð Oddsson Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, talaði enga tæpitungu í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Hann greindi stöðuna algjörlega afdráttarlaust og var ekki að spara stóru orðin um menn og málefni. Mér fannst Davíð greina stöðuna ágætlega; hann talaði af yfirsýn og þekkingu um öll lykilmál.

Mér fannst sérstaklega gott að heyra Davíð tala niður viðurnefnið Íslandsálag sem bankarnir eru að reyna að klína á stöðuna. Auðvitað er þetta mikil hugtakabrenglun. Bankaálag er mun meira viðeigandi í ljós þess að íslenska ríkið er nánast skuldlaust á meðan bankarnir eru mjög illa staddir og skulda mjög mikið. Mikilvægt er að passa upp á að bankarnir spinni þetta ekki að sinni vild.

Davíð hefur alla tíð verið umdeildur og eflaust eru margir ósáttir við túlkun hans og tjáningu um lykilmál. En helsti kostur hans er að tala til þjóðarinnar, bæði afdráttarlaust og hefur sig algjörlega upp úr meðalmennskublaðri. Þetta var helsti styrkleiki Davíðs sem stjórnmálamanns. Hann talaði kraft og kjark í þjóðina meðan hann var forsætisráðherra og talaði barlóm og rausið niður. Þess vegna hefur hann sennilega verið hataður af sumum landsmönnum.

Davíð var miklu afdráttarlausari og ákveðnari í tali í dag en Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Ummæli hans hurfu algjörlega í skuggann af greiningu Davíðs á stöðunni. Í og með sýnir það styrkleika Davíðs enn í dag. Hann er einfaldlega á allt öðrum skala en allir þeir sem tala um þessi mál, einkum í stjórnmálunum. Enda virðist enginn gnæfa yfir meðalmennskuna í íslenskri pólitík um þessar mundir. Meðalmennskan og daufleikinn er algjör.

Davíð stuðar en hann stendur svo sannarlega fyrir sínu.


mbl.is Davíð segir að krónan muni ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Kúturinn minn!

Veit þú dýrkar Davíð, en:

Davíð: "Jörðin er flöt". Birkir Jón:"Hún snýst nú samt!"

Hallur Magnússon, 19.9.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, Davíð hefur alltaf talað tæpitungulaust mannamál og fyrir það á hann hrós skilið. En grunnurinn að vandanum sem við eigum við að glíma í dag var samt lagður í stjórnartíð hans og Halldórs, með allt of ógætilegri einkavæðingu,  stóriðjuframkvæmdum og yfirleitt mörgu sem kynti undir allskonar þenslu og vitleysu. Við íslendingar erum nú þannig að það þarf frekar að halda fast í tauminn en gefa hann lausann og slá í,  eins og gert var á þessum árum.    Af þeirri gandreið erum við að súpa seyðið í dag.

Þórir Kjartansson, 19.9.2008 kl. 08:29

3 identicon

Hallur hittir naglann á höfuðið: Þetta er DO trúarbrögð ekki hagfræði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Skítseiði eru til út um allt, sem nú munu höggva að Davíð.

Sérstaklega Framsóknarfíflin, sem staðið hafa að mörgu furðulegu með atbeina sinna manna í raáðastöðum.

Menn ættu að skoða með yfirveguðum hætti hvernig er komið eignarhaldi á þeim eignum, sem almennignur út um allt land byggðu upp í sveita síns andlitis og lögðu í Samvinnufélög.

Hverjir eru nú ríkir af þeim eigum?

Skítapakk, sem nú vælir þegar Davið segir satt um kerfið þeirra.

Ljúgfróðir menn um stöðu ríkisins og sverta landið vegna spekuleringa fámennra hjópa í geirum, sem ég vil nefna element á borð við Costra Nostra.

Tala um Íslandsálag en þetta er Bankaálag, sem lagt er á almennig eins og sumir stjórnendur Samvinnufélaga settu á félagsmennSamvinnufélaga, þegar þeir sölsuðu undir sig nánast allt sem hönd á festi.

Ekki vaðr Finnur Ingólfs ríkur af launum sínum hjá Seðlabankanum og jafnt með Óla í Samskipum, ekki voru launaumslög hans svo þykk, sem yfirmanns útflutningsdeildar Samskipa, að hann gæti efnast svona, líkt er með Geir Magnúson og félaga, tæplega hafa þeir haft þessi laun í ESSO,  Ekki greiddu þeir skatta af slíkum launum,

Þetta fullyrði ég með vísan til álagningaskráa, enn hafa þeir ekki verið efstir á þeim listum.

Semsagt Hallur minn, það er ekki svo erfitt að benda á aðra.

Það eru fjölmæli við Birki Jón, að jafna honum við Davíð, því oflof voru refsiverð ítil forna, því hvergi er háðið eins beitt og í oflofinu.

Miðbæjaríhaldið

biður menn skoða SKATTGREIÐSLUR ÞEIRRA MANNA, SEM HVAÐ HARÐAST FARA FRAM Í peningastofnunum og víðar nú í EVRU umræðu.

Bjarni Kjartansson, 19.9.2008 kl. 08:57

5 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Sæll

Vitanlega er margt umdeild sem Davíð hefur sagt og gert, en það sýnir aðeins að hann hefur sagt og framkvæmt hefir sinni sannfæringu, en ekki verið að hugsa um hvort þetta eða hill skapi athvæði eða vinsældir.

Það er nóg framboð af "stjórnmálamönnum" sem hugsa fyrst um athvæði og vinsældir aður en þeir þora að taka nokkra ákvörðun, eða segja sína "skoðun"

Raunverulegir stjórnmálamenn verða alltaf umdeildir, þar sem þeir eru óhræddir við að taka á erfiðum málum og taka áhvarðanir sem til skams tíma eru kanski óvinsælar. Síðan eru hinir stjórnmálamennirnir sem aldrei þora fyrr en þeir eru vissir um að "gjörðin" skapi athvæði og vinsældir. 

Anton Þór Harðarson, 19.9.2008 kl. 10:51

6 identicon

Mikið er nú gott að til sé fólk með meira en milljón á mánuði sem tala tæpitungulaust og fullvissa mig um að krónan og efnahagsástandið muni fara batnandi einhvern í framtíðinni.  Ég veit svo sem lítið um allar þessar hagfræðikenningar sem þeir í Seðlabankanum leika sér með.  Það eina sem ég veit er að öll mín laun (og ég segi ÖLL mín laun) fara núna í uppihald og reikninga og það er ekkert eftir.  Í fyrra var eitthvað sem ég gat lagt til hliðar en nú er það ekkert.  Gott að geta talað tæpitungulaust ... ég segi ekki annað.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband