Góð niðurstaða fyrir ljósmæður

Ég vil óska ljósmæðrum innilega til hamingju með nýsamþykktan kjarasamning og langri kjaradeilu þeirra sé lokið farsællega með góðri niðurstöðu. Auðvitað hefði verið betra ef samningar hefðu tekist án aðkomu ríkissáttasemjara en þetta ætti að teljast góð útkoma miðað við allar aðstæður. Þær tóku slaginn og komu sem sigurvegarar út úr því ferli.

Ljósmæður fengu stuðning þjóðarinnar með mjög afgerandi hætti í þessari kjaradeilu og ég held að mjög vel hafi sést í almennri umræðu, bæði hér á netinu og eins í spjalli almennings, að þær höfðu traustan meðbyr í sínum kröfum. Þær koma mjög sterkar út úr þessu og hafa styrkt stöðu sína mjög mikið.


mbl.is Miðlunartillagan samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband