Svartir englar ekki á Dagvaktinni

Dagvaktin Ég er mjög ánægður með að Þórhallur og Pálmi, dagskrárstjórar Sjónvarpsins og Stöðvar 2, komu í veg fyrir að Dagvaktin og Svartir englar tímasettir á dagskrá á sama kjörtíma á sunnudagskvöldi. Ekki hefur verið það mikið af vönduðu leiknu sjónvarpsefni að nú þegar framboðið er meira sé það keyrt á hvort annað.

Enda er miklu betra að geta horft á annan þáttinn í rólegheitum og skipt svo yfir og horft á hinn. Hef miklar væntingar bæði til Dagvaktarinnar og Svartra engla og ætla mér, eins og örugglega flestir sjónvarpsáhorfendur, að horfa á báða þætti og njóta þess að íslenskt leikið efni sé á kjörtíma á báðum stöðvunum.

Vissulega er gott að úrval sé af leiknu efni og hægt sé að velja um á sama kvöldinu hvort horft sé á tvo þætti mjög vandaða. En mér finnst betra að hægt sé að horfa á það án þess að hafa áhyggjur af því hvort eigi að horfa á eða velja þurfi á milli. Held að báðir aðilar græði á þessu samkomulagi um að tryggja gott íslenskt sjónvarpskvöld á báðum stöðvum án þess að klessa því saman.

Annars vil ég hrósa bæði Pálma og Þórhalli. Grunnkrafa er að stöðvarnar, einkum ríkisrekin sjónvarpsstöð, bjóði áhorfendum upp á íslenskt sjónvarpsefni, sérstaklega leikið efni. Ríkisútvarpið hefur ekki staðið sig í þessum efnum í árafjöld en er loksins að taka sig á.

mbl.is Báðir þættir fá að njóta sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er lítill leyndardómur sem hefði gagnast mörgum ...

... upptökutæki!!!

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband