Hversu mikils virði er saklaus sál?

Fátt er auvirðilegra en koma illa fram við börn, hvort sem þau eru beitt ofbeldi eða stolið af þeim. Merkilegast af öllu merkilegu í fréttinni um manninn sem dæmdur var fyrir að stela peningum af tveggja ára stelpu er hversu þungan dóm hann hlaut. Auðvitað er glæpurinn mikill og brennimerkir manninn, ekki aðeins í bandarísku samfélagi heldur um víða veröld.

Þarna er dæmt í sex ára fangelsi og undirstrikað að árásin á stelpuna var alvarleg samkvæmt bandarískum stöðlum. Í samhengi við dóminn er fróðlegt að líta á dóma í kynferðisbrotamálum hérlendis. Fyrir nokkrum vikum var háskólakennari dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö stelpum. Sá dómur var skammarlega vægur.

Kannski er erfitt að meta svo vel sé hvenær saklaus sál er eyðilögð og hvernig eigi að refsa í samræmi við glæpinn svo eftir sé tekið. Í samhengi afbrotanna er eðlilegt að bera saman bandaríska dóminn og þann íslenska og eðlilega vaknar spurningin um það hvers vegna dómar í kynferðisbrotamálum séu svo vægir hérlendis.

mbl.is Stal úr sparibauk ungabarns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurðu Guðsmennina í Þjóðkirkjunni okkar þessarar spurningar, þá kannski sérstaklega "fagráðið" fræga! Því næst yfirmann fólksins í fagráðinu, biskupinn, og í framhaldi yfirmann biskups Björn Bjarnason dóms og kirkjumálaráðherra!

magus (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 04:16

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Dómar í kynferðismálum á Íslandi hafa alltaf verið skammarlegir, sérstaklega þegar þolendurnir hafa verið börn. Þegar sálarmorð er framið virðist vera nóg að slá létt á hendur gerandans og biðja hann fallega að gera þetta ekki aftur.

Villi Asgeirsson, 20.9.2008 kl. 04:21

3 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Líklega hefur maðurinn verið dæmdur sekur um rán af fyrstu hendi, frekar en innbrot. Innbrotsþjófnaði fylgja ekki háar refsingar í Bandaríkjunum almennt, en ef húseigandi er viðstaddur eins og í þessu tilfelli, þá er um að ræða rán sem er refsivert undir alríkislögum. Hefur dómstóll eflaust kveðið upp þyngstu leyfilegu refsingu vegna aldurs fórnarlambsins þar að auki.

Rúnar Óli Bjarnason, 20.9.2008 kl. 05:07

4 Smámynd: Einar Jón

"Árásin á stelpuna"? Það er ekki eitt orð um að stelpan hafi vaknað, hvað þá skaddast á líkama eða sál...

Ég las bara að dómurinn var þungur því hann var síbrotamaður. Geturðu bent á hvar í textanum var "undirstrikað að árásin á stelpuna var alvarleg"?

Einar Jón, 20.9.2008 kl. 08:54

5 identicon

Ég held að fólk ætti aðeins að setja sig í spor mömmunnar sem kemur að ókunnugum manni inn í herbergi dóttur sinnar! Vitið þið hversu algengt það er að innbrotsþjófar í USA drepi húsráðendur svona í leiðinni?? Þessi maður var síafbrotamaður og búinn að fá fullt af sénsum!

Þetta var góður dómur og hann fékk það sem hann átti skilið!

Íslenskir dómstólar ættu að taka þennan dóm sem fyrirmynd!

"Convictions accumulated in adulthood include four counts of burglary, three counts of theft, three counts of battery, seven counts of disorderly conduct, two counts of trespassing, four drunken driving offenses and drug delivery, court records show. "From his juvenile history to his conviction today, Ryan Mueller has demonstrated over and over and over that society needs protection from him," Stock said. "I think he's a hardened criminal who is in need of serious punishment."

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband