Styrkur Gísla

Ég dáist að styrk Gísla Sverrissonar og fjölskyldu hans við erfiðar aðstæður. Held að okkur öllum hér fyrir norðan sé hugsað til þessarar fjölskyldu á erfiðum tímamótum sem fylgja alvarlegum veikindum Gísla, eftir að hann varð fyrir mænuskaða fyrr í þessum mánuði. Mikilvægt er að þau finni fyrir stuðningi og hlýjum hugsunum nú.

Viðtalið við Gísla í Íslandi í dag í gærkvöldi sýndi vel að hann er baráttumaður sem ætlar ekki að láta þetta slá sig út af laginu, hann ætlar að berjast og reyna að ná einhverju af fyrri styrk. Auðvitað er það mikið áfall fyrir ungan mann og fjölskylduna alla að þurfa að horfast í augu við þessi veikindi en styrkur þeirra er mikils virði í því.

Auðvitað eru það þung örlög að verða fyrir svo þungu höggi og þurfa að berjast fyrir því einu að hreyfa sig. Þjóðin hefur stutt mjög vel þá sem hafa orðið fyrir mænuskaða og söfnunin í gær sýndi mjög vel stöðu þeirra mála.

mbl.is Gengið fyrir Gísla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband