Kóngur eđa hirđfífl - ţjóđsöngurinn hans Bubba

BubbiLangt er síđan ég hćtti ađ taka alvarlega spár sjálfskipađra sérfrćđinga um tónlist. Skođunin verđur ávallt persónulegt mat og sumir hata vissa tónlistarmenn svo mjög ađ hversu góđir sem ţeir eru eđa verđa blindast allt ţeirra starf af einhverri undarlegri ergju í garđ viđkomandi. Sennilega er um fátt meira deilt en hvort Bubbi sé kóngur eđa hirđfífl tónlistarbransans.

Allt síđan Bubbi gaf út Ísbjarnarblús hefur traust stađa hans komiđ í ljós međ hverju tónlistarverki hans. Hann hefur veriđ umdeildur, en selt efni sitt í bílförmum ár eftir ár. Bubbi er einfaldlega međ ráđandi stöđu á ţessum blessađa markađi og allir kaupa efniđ, sama hvort ţeir elska ađ hata hann eđa elska hann út af lífinu sem tónlistarmann. Hann er einfaldlega kóngurinn ađ mínu mati.

Ég hef oft veriđ mjög ósammála Bubba í pólitískri rimmu. Hann hefur oft samiđ texta sem ég hef veriđ ósáttur viđ. En ég met hann samt mjög mikils og tel hann í fararbroddi allra í íslenskri tónlist. Lćt ekki pólitískan skođanamun breyta ţví. Enda held ég ađ stađa Bubba sé ljós af ţví hversu mikiđ hann selur og hversu mikiđ er spilađ af efninu hans.

Deilt er á lagiđ Stál og hnífur. Mér hefur alltaf fundist ţetta eitt besta dćgurlag í íslenskri tónlistarsögu. Hversu margir hafa ekki sungiđ ţetta lag einhverntímann? Hvort sem er í heimapartýi, dansleik eđa bara á einhverri krá? Tilefnin eru ótalmörg.

Stál og hnífur er fyrir löngu orđin sameign okkar allra. Frábćrt lag, eitt helsta einkennislag kóngsins og ţađ hefur trausta stöđu sem hálfgerđur ţjóđsöngur Íslendinga á góđu stundunum.

mbl.is Bubbi hefur gert betur en á Konu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Bubbi er mitt uppáhald og hefur veriđ lengi lengi

Brynja skordal, 27.9.2008 kl. 01:49

2 Smámynd: Jens Guđ

  Ég kynntist Bubba lítillega á níunda áratugnum.  Ţá var ég á kafi í pönkdeildinni.  Rak pönkplötubúđina Stuđ og gekk síđar til liđs viđ útgáfurfyrirtćkiđ Gramm.  Tók ţátt í ađ setja upp ótal hljómleika og viđ gáfum út plötur međ Bubba,  Megasi,  Björk og fleirum.  Ég hannađi plötuumslög söluhćstu plötur Bubba:  Dögun (23400 seld eintök),  Frelsi til sölu (18900 eintök),  Konu (16800) og svo framvegis. 

  Bubbi er ólíkindatól.  Einn daginn var hann róttćkur anarkisti.  Nćsta dag studdi hann Davíđ Oddsson.  Ţriđja daginn var hann virđulegur hćgri miđjumađur.  Ég held ađ ég fari ekki rangt međ ađ Bubbi hafi stutt fleiri stjórnmálahreyfingar en ég hef tölu á.  Síđast Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar.  Ţar áđur Kvennalista,  Bandalag janfnađarmanna (Vilmundar Gylfa) og ţannig mćtti áfram telja.

  Ţađ er útilokađ ađ fylgja Bubba eftir í pólitík.  Frá ţví ég kynntist honum fyrir 28 árum hefur hann skipt svo oft um skođun á öllu sem snýr ađ pólitík,  jafnt sem músík og hverju sem er ađ hann er fyrir löngu síđan hćttur ađ koma á óvart.  Jú,  ađ vísu kemur hann út af fyrir sig oft á óvart.  En hann er einhvernveginn alltaf samkvćmur sjálfum sér međ ţví ađ vera opinskár um sínar kúvendingar.  Dćmi:  Gagnrýna einn dag lágkúru auglýsingamennsku og vera nćsta dag syngjandi auglýsingu fyrir Hagkaup eđa B&L. 

  Bubbi er bara Bubbi.  Kóngur sem auđvelt er ađ gagnrýna fyrir margt og líka kóngur sem kemur ekki lengur á óvart.  Hann hefur ţađ oft sent frá sér "búmerang" sem hann hefur aftur fengiđ í hausinn.  Hann er bćđi ófyrirsjánlegur og líka ólíkindatól sem búast má viđ af öllu frá. 

Jens Guđ, 27.9.2008 kl. 02:04

3 Smámynd: Ásgerđur

Bubbi er Kóngurinn, ţađ ţarf ekki ađ rćđa ţađ frekar

Og ţađ má skipta um skođun, ţađ sýnir bara ađ fólk hefur ţroska. Og skođunin breytist međ ţroskanum.

Ásgerđur , 27.9.2008 kl. 08:47

4 identicon

Bubbi var fínn međ Utangarđsmönnum.  Eftir ţađ hef ég ekki nennt ađ hlusta á hann.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráđ) 27.9.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Góđ grein hjá ţér (ađ vanda!).

 Ţar sem Bubbi hefur selt efni sitt í "bílförmum," verđur hann náttúrulega ađ kallast raunverulegur kóngur.  Allir (á Íslandi) ţekkja hann, og margir raula lög hans.

 Ţetta međ "Stál og hnífur" er mjög athyglisvert.  Ég hef sjálfur dálćti á ţessu lagi.  Mig grunar ađ ţađ sé vegna hljómanna og tónhćđarinnar.  Ég hef sungiđ ţetta og spilađ á gítar í Kanada, Amsterdam, Mexikó og á Íslandi.  Ég mun gera ţađ áfram utan lands, hvar sem fleiri en einn Íslendingur koma saman!

 En ég er aftur á móti sammála ţeirri gagnrýni er birtist í einhverju blađinu fyrir skömmu, ađ textinn í laginu er sérkennilegur og jafnvel óskiljanlegur.  Setningarnar bera međ sér merkingu hver fyrir sig, en virđast ekki eiga erindi viđ ađrar setningar textans.....

 En, samt, eins og áđur segir, hefur ţetta lag Bubba gripiđ mig einhverju seyđmagni - svo ég spila ţađ međ ţjóđarstolti utan lands.....

Eiríkur Sjóberg, 27.9.2008 kl. 23:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband