Jón Ásgeir ætti að líta í eigin barm

Ég hef ekki mikla samúð með þeim stóreignamönnum sem sigldu Glitni á kaldan klaka og gráta nú sinn hlut og vilja að þjóðin reddi þeim að fullu upp úr forinni sem þeir sjálfir komu sér í. Í viðskiptum eru teknar áhættur og menn verða að lifa með því að einn daginn er hægt að tapa meiru en unnið hefur verið fyrir. Mér finnst öll sagan á bakvið Stoðir ekki það fögur að mér finnist rétt að ríkið ábyrgist ævintýramennskuna án þess að nokkur trygging sé fyrir neinu.

Auðvitað er mikið áfall fyrir Jón Ásgeir að þurfa að horfast í augu við þessi málalok. Skárra væri það nú, ef honum sviði ekki hvernig komið væri. Mér finnst það hinsvegar heldur djarft að ætla að smíða enn eina samsæriskenninguna í kringum Davíð Oddsson til að dekka þetta mál. Nóg er komið af þessu. Þessir menn tóku sjálfir áhættur sem þeir höndluðu ekki.

Fjarri því er að saga Stoða á síðustu árum sé hvítþvegin englasaga. Þegar litið er á hvernig fór fyrir Glitni er ráð fyrir þessa stóreignamenn að líta í eigin barm og gera upp eigin mistök áður en miklar samsæriskenningar eru smíðaðar.

Ef allt var svona mikil himnasæla hjá bankamönnunum því var þá svo komið að óskað var eftir aðstoð landsmanna við að bjarga skútunni. Í þessari stöðu verðum við að hugsa um litla manninn frekar en þá stóru.

mbl.is Landsbankamenn ræddu við Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kíktu á Eyjuna, þar er fjallað um aðdraganda yfirtökunnar.

Allt annað sem þar kemur fram en hjá bleksóðum á DV og víðar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.9.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

með  þessu hjá Stefán talar þú bara frá þinum sjónarmiðum auðvitað,en að halda þarna hliðaskyldi yfir sannleiknum,sem er svo sem beint á borðinu að Davíð Oddsson ætti að víkja þarna af stalli vegna haturs á Baugsfeðgu sérlega Jóni 'Ásgeir,eins og undan er gengið/við getum ekki varið það/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.9.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband