Kvöldfundirnir í Stjórnarráðinu

Fundahöld í kvöldrökkrinu Mér finnst það mjög áhugavert að fundir Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, með forsvarsmönnum Kaupþings og Landsbanka fari báðir fram síðla kvölds. Ég er einn þeirra sem finnst það ekki sannfærandi í gegn að boðað sé til slíkra funda undir yfirskini þess að bara sé rætt um daginn og veginn.

Enda er það eflaust hæpið að bissnessmenn labbi upp í Stjórnarráð bara si svona til skrafs og ráðagerða. Nú þegar allt grasserar í samsæriskenningum og vangaveltum um Glitni fyrir og eftir ríkisvæðingu er ekki trúverðugt að bissnessmenn gangi á fund ráðamanna til þess eins að þiggja kaffisopa. Enda svosem um nóg að tala, bæði út frá viðskiptatengdum sjónarmiðum og pólitískum, eins og staðan er þessa dagana.

Eftir fundahöld forsætisráðherrans með bankastjórunum um síðustu helgi, undir yfirskini þess að verið væri að ræða um daginn og veginn á meðan þar var rætt um viðkvæm og fjarri því hversdagsleg mál, verða samsæriskenningarnar æ sterkari um hvað sé að fara að gerast. Kvöldfundirnir fá á sig dramatískan blæ og vekur spurningar um hvort Glitnir renni inn í annan hvorn bankann eða hver önnur möguleg afdrif bankans verði.

Í og með er ég ánægður með að forsætisráðherrann ræði við bankamenn í ljósi stöðunnar. Tímasetning fundanna gerir þá enn dramatískari og myndrænni fyrir fjölmiðlana - en kannski er tímasetningin ein til þess gerð að kynda undir samsæriskenningar og vangaveltur, hvort svo sem það er tilgangurinn eður ei. 

mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stebbi, viðurkenndu það bara þó eigir eðlilega erfitt með það, að þeir eru ekki að gera neitt annað en að traðka á öllu sem kallast góð og heiðarleg vinnubrögð í lýðræðisríki. Þó þú sért hægrimaður (eins og yðar einlægur) verðurðu að horfast í augu við það, það hef ég gert sjálfur. Þó það sé vissulega sársaukafullt að viðurkenna það þá eru valdhafar í flokknum búnir að skíta yfir hugsjónir okkar venjulegra manna sem flokkurinn samanstendur af. Því fyrr sem við viðurkennum það (fyrir sjálfum okkur fyrst og fremst) því fyrr getum farið að láta til okkar taka og kasta þessum mafíósum á haf út svo þeir hætti að vera til tjóns fyrir okkar ágæta og fornfræga stjórnmálaflokk. Topparnir í flokknum eru tvímælalaust komnir langt út fyrir þær hugsjónir sem pólitísk fortíð hans byggir á, og eins og þú bendir sjálfur á er þetta svo sannarlega ekki trúverðugt. Hegðun þessara herramanna og framkoma á ekki lengur neitt skylt við frelsi eða lýðræði heldur eru þeir farnir að láta eins og hálfgerðir fasistar!

P.S. Þó ég taki e.t.v. sterkt til orða þá er það ekki meint í niðrandi merkingu vegna undirliggjandi gremju eða eitthvað slíkt, heldur er ég að tala um hvernig fasismi er skilgreindur sem stjórnmálastefna, flettu því endilega upp og leggðu þitt eigið mat á það frekar en að taka mark á mér...

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband