Þjóðstjórnarhugmyndin hans Davíðs

Þjóðstjórnarhugmyndin sýnir vel hversu sterka stöðu Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur fyrr og nú í íslenskum stjórnmálum. Hitt er svo annað mál hvort skynsamlegt sé að mynda slíka stjórn á krepputímum. Kannski væri það snilld ef allir flokkar landsins væru sterkir og gætu höndlað völd á þessum tímapunkti.

Mér finnst stjórnarandstöðuflokkarnir mjög veikir. Framsóknarflokkurinn hefur ekki náð vopnum sínum í stjórnarandstöðu og hefur ekki bætt stöðu sína þrátt fyrir allar kjöraðstæður - að óbreyttu eru formannsskipti framundan þar mjög fljótlega. Staða forystunnar er veik og ræðst af gengi í könnunum á næstunni.

Frjálslyndi flokkurinn getur ekki einu sinni stjórnað sjálfum sér, hvað þá heilli þjóð. Enda sýndust mér flestir líta á hann sem óstjórntækan eftir síðustu kosningar. Velt var fyrir sér að bæta honum við sem aukahjóli undir áframhaldandi stjórn B og D vorið 2007 en það varð aldrei neitt nema talið eitt. Var óraunhæft.

VG er eini flokkurinn þar sem hægt er að hafa á tilfinningunni að formaðurinn fari með flokk sinn alveg örugglega í kosningar. Og þó, mér finnst Steingrímur J. orðinn svolítið þreyttur. Vonbrigðin eftir síðustu þingkosningar voru mikil. Flokknum var spáð miklu fylgi og forystuhlutverki til vinstri en náði ekki að sækja það.

Hitt er svo annað mál að ríkisstjórnin hefur virst veik á mikilvægum stundum að undanförnu. Sérstaklega er Samfylkingin í erfiðri stöðu núna, með formanninn fjarri vegna veikinda og varaformann utan ríkisstjórnar og án hlutverks. Stóra spurningin er hvort skipt verði um varaformann þar næst.

Þjóðstjórnin er góð hugmynd á krepputímum, enda eðlilegt að velta öllu fyrir sér á slíkum tímum, en verður sennilega ekkert meira en það, hugmyndin ein, þar sem ekkert bit er í stjórnarandstöðunni.


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við skulum hafa það á hreinu að okkar flokkur er ekkert undanskylin neinu/hefur verið við stjórn i 17 ár/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.10.2008 kl. 10:20

2 identicon

Þjóðstjórn er slæm hugmynd. Færi sæmileg rök fyrir því sem menn geta skoðað, það er ef þú birtir þessa athugasemd.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:20

3 identicon

Ef þjóðstjórnar-hugmyndin er komin frá Davíð, er það ekki dæmigerð "smjörklípuaðferð"? Drepa málinu á dreif, breyta umræðunni?

Rósa (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband