Dramatíkin í heimi stjórnmálanna

Gaman að lesa fréttina um dramatíkina í þingsalnum við upphaf fjárlagaumræðunnar. Ég fylgdist með hluta umræðnanna en það var greinilegt að fáir voru með hugann við það sem var að gerast í þingsalnum. Mikilvægustu umræðurnar fóru ekki fram í þingsalnum, það sást á svipbrigðum þingmanna, bæði í sal og þeirra sem fluttu ræður.

Lengi í gær bjóst ég við stórtíðindum, eitthvað myndi gerast í málinu. Ekki fór það svo. Enn þarf þjóðin að bíða eftir því að eitthvað komi frá stjórnvöldum. Ég ætla að vona að sú bið taki ekki mikið lengri tíma. Mikilvægt er að eitthvað komi á borðið, annað en staðlað blaður.

Ólafur Ragnar talaði reyndar til þjóðarinnar. Mér fannst hann tala í þeim örfáu lausnum sem eru í stöðunni. Fyrir einhverja virkaði þetta hughreystandi ef marka má netskrif. Ég fór ósjálfrátt að hugsa um hvað forsetinn hefði nú treyst útrásarvíkingunum mikið.

Reyndar fór ég að hugsa um hvort forsetinn væri að senda út þau skilaboð að hann yrði við stjórnvölinn myndu stjórnmálamenn ekki standa sig í stykkinu, svona svipað og dr. Kristján Eldjárn í umbrotatímum síðari hluta áttunda áratugarins.

Könnun Stöðvar 2 í gær var reyndar stórtíðindi dagsins að mínu mati. Þar kom fram að ríkisstjórnin hefur tapað miklu fylgi. Þegar spurt var um flokka var fylgið meira og minna í sömu skorðum og áður. Ergó: stjórnarandstaðan græðir ekki á stöðunni.

mbl.is Blikkandi gemsar í þingsalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband