Löngu tímabær fundur - beðið eftir niðurstöðu

Mér finnst það traustvekjandi að loksins sitjist við sama borðið allir forystumenn samfélagsins og ræði efnahagskreppuna og aðgerðir til lausnar henni. Svona fundur hefði átt að halda fyrir löngu síðan. Nú er bara að vona að stutt sé í traustar og samhentar aðgerðir allra aðila við borðið sem geti tekið á stöðunni. Þörf er á því nú, ekki aðeins til bjargar samfélaginu heldur til að tryggja hag fólksins í landinu.

Steingrímur J. sagði í umræðum um stefnuræðuna að sitja ætti á fundi þar til lausn væri í sjónmáli. Ég er sammála því. Fólkið við borðið á helst ekki að fara þaðan út fyrr en eitthvað traust stendur eftir sem hægt er að ná saman um og vonandi fer það svo, sem fyrst. Því er ekki óvarlegt að ætla að fundurinn standi fram eftir kvöldi.

Í veikindum Ingibjargar Sólrúnar hefur Össur Skarphéðinsson tekið tímabundið við embætti utanríkisráðherra og greinilega stjórnar nú málum af hálfu Samfylkingarinnar. Enginn vafi leikur lengur á því hver er næstráðandi ISG þar á bæ. Þeir Geir sitja allavega saman hlið við hlið andspænis þeim sem rætt er við.

Ég vona að fundurinn gangi vel. Allir landsmenn bíða eftir einhverju alvöru tillögum í stað mikils blaðurs um það sem allir vita.

mbl.is Geir: Langur fundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist nú á skrifum þínum að þingmenn VG séu þeir sem mark sé takan-di á, það er líklega rétt. Mér sýnist að stjórnarathafnir eða athafnaleysi Sjálfstæðisflokksráðherranna sé orðið okkur býsna dýrkeypt og enn eigi eftir að syrta í álinn. verst þykir mér að enginn af ráðamönnum þjóðarinnar hefur sagt okkur satt, hreinlega ljúga bara að okkur, það finnst mér sorglegt og sýnir kannski á hvern hátt þeir líta á okkur almúgann. Ef þetta á að vera í alvöru verður að skipta út áðamönnum bankanna og flestum stjórnarliðonum og ef til vill fleirum.

Kveðja

Magnús Guðjónsson

Magnús Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband