Frábær þáttur hjá Spaugstofunni

Held að það sé orðið óralangt síðan að ég hef hlegið eins mikið að Spaugstofunni og var í kvöld. Þeir fóru yfir Glitnis-málið með glæsibrag og gerðu sitt allra besta í mörg ár. Tengingin við Apaplánetuna var ansi sniðug og útrásarvíkingunum velt upp úr háðinu.

Spaugstofan hefur jafnan verið best í stuttum þáttum með heilsteyptum brag um eitt lykilmál í kastljósi fjölmiðlanna - þáttur unninn í hraða stórmálanna. Ég hef stundum gagnrýnt Spaugstofuna þegar ég hef verið ósáttur við þá en hrósa þeim núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Kæri blogvinur. Er húmorinn frosinn fyrir norðan? Sjálfur á ég nú allar mínar ættir að rekja í Svarfaðardalinn í föðurætt og stúderaði í "den" í MA, en Spaugstofan höfðaði ekki til mín í kvöld. Mér finnst þeir vera alveg á "æsinni" ( út í ystu æsar), og um það bil að missa jafnvægið og detti út af brúninni, ef þeir vanda sig ekki betur. Svoldið gamall og og úr sér genginn húmor. Ha?

Bergur Thorberg, 4.10.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Dunni

Stebbi ég er sammála þér. Davíð og úrtrásargengið fengu smávegis til tevatnsins.  Horfði á þáttinn hérna megin hafsins og þótti hann mega góður. En mér brá að lesa fyrstu athuugasemdina því þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri frá húmorslausum Svarfdæling og á ég þó nokra vini úr þeim ranni. 

Dunni, 5.10.2008 kl. 09:00

3 identicon

Mér fannst spaugstofan góð í gærkveldi þótt ég hafi sjálf stúderað í MA! Þá hlýtur húmorinn að vera frosinn lika fyrir sunnan þar sem ég býr þar núna. Það er gott að geta hlegið á þessum erfiðum tímum sem blasir við þjóðinni  

En að öðrum sálmum þá vona ég að það fari að hlýna svo ég komist norður á fimmtudaginn :)

Ólöf (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Þegar Stefán vinur okkar gefur sér góðan tíma til að samþykkja ath. semdir okkar, gætu þær kólnað á meðan. Og húmorinn frosnað í leiðinni. En það er nú vor á næsta leiti........ eftir haust og vetur....

Bergur Thorberg, 6.10.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband